Ábyrgð og þjónusta á Canon búnaði

Ábyrgð á Canon

Nýherji veitir 2 ára ábyrgð til einstaklinga og 1 árs ábyrgð til fyrirtækja á Canon búnaði sem keyptur er hjá Nýherja og/eða viðurkenndum söluaðilum Nýherja. Atvinnuljósmyndarar njóta 2 ára ábyrgðar ef um er að ræða Canon vöru sem flutt er inn af Nýherja.

Viðgerðir á Canon búnaði

Verkstæði Nýherja, Köllunarklettsvegi 2, annast viðgerðir á Canon prent- og skannabúnaði.

Beco, Langholtsvegi 84, annast viðgerðir á Canon ljósmyndabúnaði.

Ábyrgð framleiðanda og umboðsaðila gildir ekki ef endurgert blekhylki eða samheitablekhylki skaðar Canon prentara

Skv. ábyrgðarskilmálum Canon eru ekki framkvæmdar ábyrgðarviðgerðir vegna tjóns og bilana sem stafa af eftirtöldum orsökum:  Notkun varahluta, hugbúnaðar eða rekstrarvara, svo sem bleks, pappírs, tóners, rafhlaðna o.fl., sem ekki hæfa tækinu.

Á vefsíðu Canon Europe kemur fram að stöðugt færist í vöxt að fölsuð blekhylki fyrir prentara séu boðin til sölu á markaðinum.  Nánar um falsaðar vörur og viðvörun frá Canon um að nota ekki fölsuð blekhylki með því að smella hér.

 

Canon
Fyrirspurn