Sony - í fararbroddi í yfir 50 ár

Sony hefur löngum verið í fararbroddi í þróun og framleiðslu á tæknibúnaði fyrir hljóð og myndvinnslu, og hefur hefur verið frumkvöðull á því sviði í yfir 50 ár. Nýherji býður úrval af Sony vörum: sjónvörp, myndavélar, upptökuvélar og Sony Vaio fartölvur auk ýmissa aukabúnaðar.

Sony var stofnað árið 1946 af hugvitsmönnunum Masaru Ibuka og Akio Morita. Í fyrstu hét fyrirtækið Tokyo Tsushin Kogyo með 20 starfsmönnum innanborðs og starfaði að viðgerðum á rafeindabúnaði og tilraunum á eigin framleiðslu.

Árið 1954 var nafninu breytt í Sony og það sama ár hófst óslitin velgengni fyrirtækisins þegar það fékk einkaleyfi á útvarps transistorum.

Nýherji flytur inn og dreifir öllum helstu vörum Sony fyrir fyrirtæki og heimili, allt frá búnaði til framleiðslu og útsendinga sjónvarpsefnis til hágæða tæknibúnaðar fyrir þig.

Sony Center - Framúrskarandi ráðgjöf

Nýherji rekur Sony Center í Borgartúni 37 og að Kaupangi á Akureyri. Sony Center-verslanir er að finna um allan heim og hafa þær allar að markmiði að skapa fagverslanir með áherslu á vörumerkið þar sem starfsfólkið veitir framúrskarandi ráðgjöf við val á réttu tæki. Sony fæst einnig hjá endursöluaðilum Nýherja um land allt.

Kíktu á vöruúrvalið á Sony á netverslun.is

Fyrirspurn