DB2

Gagnastjórnun frá a til ö

IBM DB2 gagnastjórnunarlausnir aðstoða fyrirtæki við að stýra  upplýsingum með því að safna, greina, samþátta og dreifa gögnum með  öruggum hætti. Hugbúnaðurinn gerir auk þess kleift að stunda gagnanám til að öðlast  aukna þekkingu og innsæi, og taka betri ákvarðanir.

Gagnagrunnsmiðlarar - Database Servers

Stærstu og mikilvægustu gagnasöfn heims byggja á IBM DB2 Universal  Database - UDB - sem býr yfir framúrskarandi tækni og gæðum, sem í  senn tryggja mikil afköst, skalanleika, áreiðanleika og hagkvæmni í rekstri.

Content Management

IBM DB2 Content Manager skapar grunninn að stjórnun mikil­vægra  viðskipta­upplýsinga og að­gengi þeirra eftir þörfum. Þannig er unnt að  nálgast efni sem er með ýmsu sniði, s.s. skjöl, vef­upplýsingar, tölvupóst,  prentskrár, skannað efni, myndir og margmiðlunarefni, og tengja það við  hin ýmsu viðskiptakerfi eða -ferli

Samþáttun upplýsinga - Information Integration

Með DB2 Information Integrator er komin fram næsta kynslóð  hugbúnaðar fyrir samþáttun og rauntímaaðgang að upplýsingum sem eru  dreifðar og með ólíku sniði.

Viðskiptagreind - Busienss Intelligence 

Hið mikla magn gagna sem verður til innan fyrirtækja kallar á öflugar  lausnir á sviði viðskiptagreindar - Business Intelligence - sem geta nýtt sér  þessi gögn og breytt þeim í verðmætar upplýsingar.

Nánari upplýsingar  

Nánari upplýsingar veita hugbúnaðarráðgjafar Nýherja sem bjóða þér  faglega ráðgjöf við val á rétta hugbúnaðinum.

Fyrirspurn