Hýsing

Með hýsingu kerfa er átt við að viðskiptavinurinn vistar tölvukerfi sitt á eigin vélbúnaði sem hýstur er hjá Nýherja eða á búnaði í eigu Nýherja og í kerfisrými félagsins.

Í hýsingu Nýherja býðst þér að haga þjónustu og rekstri á búnaði þínum eins og þér hentar. Viðskiptavinum býðst að sjá um allan rekstur sjálfir og geta þeir sinnt þeim rekstri með fjartengingu við sinn búnað. Flestir sjá sér þó hag í því að fela Nýherja rekstur og eftirlit með því að velja saman hýsingu og rekstrarþjónustu. Rekstrarþjónustan er sniðin að þínum þörfum og getur meðal annars falist í uppsetningu búnaðar, öryggis- eða stýrikerfisuppfærslum, afritatöku, aðstoð við notendur, eftirliti eða hvers kyns daglegum rekstri.

Í kerfisrýmum Nýherja er hámarksrekstraröryggi og eftirlit með búnaði

Rekstraröryggi í kerfisrými Nýherja fyrir hýsingar er með því besta sem þekkist. Öll uppbygging í kerfisrýminu miðar að því að tryggja hnökralausan rekstur og hámarksuppitíma á öllum hýstum búnaði.

  • Varaaflgjafar (rafhlöður og dísel rafstöðvar) 
  • Kæli- og rakastýribúnaður
  • Umhverfiseftirlit (hiti, reykur, raki)
  • Sjálfvirkt slökkvikerfi 
  • Tvöföld internet tenging (e. Dual Home) 
  • ISO 27001:2005 öryggisvottun

Viltu setja upp þitt eigið kerfisrými?

Þega kemur að hönnun, uppsetningu og rekstri tækjabúnaðar í kerfisrýmum er þekking og reynsla sérfræðinga Nýherja mikil. Við bjóðum hágæða tæknibúnað frá virtustu og fremstu framleiðendum heims í netþjónum, gagnageymslum, varaaflgjöfum og kæli- og rakastýribúnaði.

Öruggt umhverfi

Tvöfaldur varaaflgjafi með díselrafstöð tryggir stöðugan rekstur þó truflanir verði á rafmagnsveitu. Sjálfvirkt slökkvikerfi, ofurnæmir reyk-, raka- og hitaskynjarar ásamt vatnslekavörn í lofti gerir líkur á vatns- og brunatjóni nánast að engu. Öflugur kæli- og rakastýribúnaður tryggir að loftslag sé rétt.

Rekstrartengingar

Til að tengjast kerfisrýminu bjóðast gagnasambönd sem meðal annars innifela fjölbreytta tengimöguleika yfir lokuð IP viðskiptanet hjá Nýherja eða þriðja aðila. Einnig er hægt að nota sýndarnet Nýherja sem gerir notendum kleift að tengjast kerfisrýminu yfir Internetið.

Tvöföld tenging við Internetið

Nýherji byggir á tvöfaldri ljósleiðaratengingu beint við kjarna Internetsins þannig næst hámarks hraði og virkur þjónustutími. Auk þess er netmiðja Nýherja með tvöföldum búnaði fyrir hámarks öryggi tenginga við hýst kerfi.

Öryggisvottun ISO 27001: 2005

Strangar öryggiskröfur samkvæmt vottuðu öryggiskerfi gilda um alla umgengni í kerfisrýminu og er því framfylgt með fullkomnu stjórnkerfi, viðvörunarkerfi og myndavélaeftirliti.

Nýherji
Fyrirspurn