Hýsing og rekstur

Við sjáum um hýsingu og rekstur á tölvu- og netkerfi þíns fyrirtækis og veitum viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu allan sólarhringinn, allt árið um kring. Kostnaður er fastur og fyrirsjáanlegur.

Við sjáum um þitt tölvukerfi

Þjónustuborð

Á þjónustuborði er veitt aðstoð allan sólarhringinn, mál eru greind og viðeigandi lausn fundin eftir viðeigandi fogangsflokkun. 

Vettvangsþjónusta

Vettvangsþjónusta felur í sér viðveru tæknimanns á vinnustað viðskiptavinar. 

Vöktunarþjónusta

Nýherji býður vöktunarþjónustu allan sólarhringinn allan ársins hring þar sem sérfræðingar vakta tölvukerfi viðskiptavina í rauntíma úr höfuðstöðvum Nýherja. Þetta á bæði við um kerfi sem eru í hýsingu hjá Nýherja og sem eru í rekstri í húsnæði viðskiptavina. 

Sniðin að þínum þörfum 

Þér bíðst að haga þjónustu og rekstri á tölvu- og netbúnaði eins og þér hentar. Þú getur séð um allan rekstur sjálfir en margir sjá sér þó hag í því að fela Nýherja rekstur og eftirlit á miðlægum búnaði og útstöðvum.

Þjónustan er sniðin að þínum þörfum og getur meðal annars falist í uppsetningu búnaðar, samþættingu, öryggis- eða stýrikerfisuppfærslum, afritatöku, aðstoð við notendur, eftirliti eða hvers kyns daglegum rekstri.


Við tryggjum strangt eftirlit með kerfisrýmum, búnaði og gagnasamböndum enda erum við með ISO 27001:2005 öryggisvottun.

TafarlausnFjarvöktun
Fyrirspurn