Kerfisveita

Í altækum rekstri sér Nýherji alfarið um rekstur upplýsingakerfa fyrirtækisins og á það bæði við um útstöðvar og miðlægan rekstur. Það eykur stórlega öryggi og þægindi í rekstri tölvukerfa og búnaðar. Stjórnendur fyrirtækja hafa í auknum mæli áttað sig á hagræðinu sem fylgir því að útvista tölvurekstri fyrirtækisins. Með þessu móti greiðir viðskiptavinurinn fasta mánaðarlega upphæð fyrir rekstur upplýsingakerfa sinna og getur gengið út frá því sem vísu að þau séu í öruggum rekstri.

Aukið hagræði

Kannanir og reynsla sýna að fyrirtæki geta sparað sér tugi prósenta með því að vera í alrekstrarþjónustu í stað þess að sjá sjálf um rekstur sinna tölvukerfa. Með altækum samningi fá viðskiptavinir einnig aðgengi að sérfræðingum Nýherja með áralanga reynslu og sérþekkingu. Þeir eru alltaf til taks og veita persónulega þjónustu án aukagjalds.

Engir bakreikningar

Hjá Nýherja eru tölvukerfi fyrirtækisins vistuð í fyrsta flokks kerfisrými sem hefur öryggisvottun ISO 27001:2005. Því fylgir að strangt eftirlit er með kerfisrýmum, búnaði og gagnasamböndum. Upplýsingakerfin þín eru í öruggum höndum sérfræðinga Nýherja.

Fyrirspurn