Net- og símkerfi

Net- og fjarskiptasérfræðingar Nýherja taka að sér rekstur á netkerfum meðalstórra og stórra fyrirtækja. Hópurinn hefur viðamikla reynslu af rekstri netkerfa og má þar nefna fyrirtæki eins og Icelandair sem hefur skrifstofur víðs vegar um Evrópu, Ameríku og Asíu.

Net- og fjarskiptasérfræðingar Nýherja veita jafnframt ráðgjöf í net og fjarskiptamálum ásamt því að veita alla þá aðstoð sem þarf til við samþættingu (e. migration) netkerfa eða flutning fyrirtækja á milli staða.

Öruggt samband um allan heim

Nýherji er í nánu samstarfi við fjarskiptafyrirtæki hérlendis og erlendis til þess að geta boðið viðskiptavinum sínum það besta sem hentar í hverju tilfelli fyrir sig. Hvaða hraði, samskiptamáti eða búnaður hentar hverju sinni fer eftir eðli starfsemi fyrirtækisins, staðsetningu starfsstöðva og mikilvægi rekstraröryggis. Tenging Nýherja við lokuð viðskiptanet fjarskiptafyrirtækja hérlendis og erlendis leiðir til fjölbreyttra valkosta sem allir eru í boði fyrir viðskiptavini Nýherja.

Lækkaðu kostnaðinn

Mikil þróun hefur verið undanfarin ár í tækni sem býðst til tengingar milli starfsstöðva eða við umheiminn. Reynslan hefur sýnt að fyrirtæki ná oft að lækka rekstrarkostnað umtalsvert með því að taka gagnasambönd sín til gagngerrar endurskoðunar.

Fyrirspurn