Öryggismál

Rekstrarþjónusta Nýherja hefur langa og farsæla reynslu í rekstri stórra og flókinna tölvukerfa hér á landi. Vegna áherslu á öryggismál, agaðra vinnubragða og notkun ferla fæst góð yfirsýn yfir umfang rekstursins. 

Öll verk eru skjöluð sem eykur rekstraröryggið. Öryggisúttektir Nýherja gefa stjórnendum fyrirtækja raunstöðu öryggismála með skjótum og skilvirkum hætti. Sérfræðingar á sviði upplýsingaöryggis framkvæma greiningu sem byggir á ítarlegum spurningum og markvissum prófunum til að meta núverandi stöðu öryggismála.

Úttekt á upplýsingaöryggi fyrirtækja

Farið er yfir alla þætti sem snúa að öryggi upplýsingakerfa og þannig tryggt að það fáist heildstæð mynd af stöðunni á þeim tíma sem úttekt fer fram. Að úttekt lokinni skila ráðgjafar Nýherja skriflegri skýrslu með niðurstöðum og tillögum sem má nýta til að forgangsraða verkefnum eftir mikilvægi. Öryggisúttektir Nýherja gefa stjórnendum fyrirtækja raunstöðu öryggismála með skjótum og skilvirkum hætti. Sérfræðingar á sviði upplýsingaöryggis framkvæma greiningu sem byggir á ítarlegum spurningum og markvissum prófunum til að meta núverandi stöðu öryggismála.

Fyrirspurn