Eldveggir

Hlutverk eldveggja er að sjá til þess að samskipti milli innri neta fyrirtækis og Internetsins eða annarra almenningsneta fari fram með öruggum hætti. Nýherji veitir viðskiptavinum sínum þjónustu sem felur í sér búnað og umsjón með þessum veigamikla þætti í að tryggja öryggi upplýsinga þeirra.

Ný ógn á hverjum degi

Það er oft erfitt fyrir fyrirtæki að annast árangursríkan rekstur á sínum eigin eldveggjum því þeir krefjast stöðugrar athygli. Viðskiptaumhverfið er síbreytilegt og kallar í sífellu á nýjar gagnatengingar sem aftur kallar á stillingar og viðhald á eldveggjum. Á hverjum degi koma tölvuþrjótar fram með nýjar ógnir á Internetinu sem reyna á hversu öflugir og öruggir eldveggir fórnarlamba þeirra eru. Nýherji býður þér uppá þjónustu vottaðra sérfræðinga sem sjá til þess að rekstur, viðhald og eftirlit með eldveggjum fyrirtækisins sé sam-kvæmt stöðluðum vinnubrögðum.

Lagskipt öryggi

Högun eldveggja hjá Nýherja er með þeirri fullkomnustu sem völ er á. Hún byggir á tvöföldum búnaði og tengingum sem stuðla að því að notendur verða ekki fyrir truflunum komi til bilana. Sérstakir ytri eldveggir hafa það hlutverk að sía frá óæskilega umferð og hlífa innri eldveggjum við því álagi sem hún veldur. Innri eldveggirnir hafa hins vegar það hlutverk að stýra og hafa eftirlit með þeirri umferð sem telst æskileg. Eld-veggir í eldveggjaþjónustu Nýherja eru með sjálfvirkum varabúnaði til að tryggja hnökralausan rekstur komi til bilana.

 

Fyrirspurn