Öryggispóstgátt


Þó ótrúlegt megi virðast þá er rúmlega helmingur af öllum þeim pósti sem berst um Internetið flokkaður sem ruslpóstur (e. SPAM). Gífurleg tímasóun er hjá starfsmönnum við að flokka og henda ruslpósti. Til að bregðast við þessu vandamáli hafa sérfræðingar Nýherja innleitt tækni sem byggir á notkun vélbúnaðar sem er sérhannaður til að auka öryggi og skilvirkni í tölvupóstsamskiptum. Með þessari tækni tekst að sía burtu yfir 95% af öllum ruslpósti. Tölvupóstsía Nýherja flokkar einnig sérlega vel hvað sé raunverulegur póstur og réttar póstsendingar til viðtakanda því afar mikilvægt er að henda ekki slíkum pósti.

Vírusum ekki hleypt inn

Öryggispóstgátt Nýherja hreinsar ekki aðeins ruslpóst og vírusa heldur ver hún tölvupóstkerfi og innri net fyrir hvers kyns árásum en algengasta smitleið vírusa í dag er í gegnum tölvupóstsendingar. Þeir eru dulbúnir sem spennandi tölvu- póstsendingar og reynt er að tæla viðtakendur til að opna þær eða smella á tengla sem þeim fylgja. Með því að láta tölvusíu Nýherja hafa eftirlit með öllum tölvupóstsendingum kemur þú í veg fyrir þessa hættu og allir þekktir vírusar eru hreinsaðir úr sendingum áður en þær berast þér. Þessi miðlæga síun minnkar áhættu sem felst í að treysta á að vírusvarnir á tölvu viðtakanda séu í lagi.

Fáðu sérfræðinga Nýherja til að setja upp ruslpóstsíu sem er þinn öryggisvörður tölvupóstkerfa og innri neta fyrirtækisins.

Fyrirspurn