Vefsíun

Notkun Internetsins og uppfletting á hinum ýmsu vefsíðum er orðin hluti af  daglegu starfi hjá mörgum fyrirtækjum. Meðan rétt notkun getur aukið aukið framlegð, eflt upplýsingaöflun og flýtt fyrir hinum ýmsu verkefnum þá getur röng notkun virkað þveröfugt. Ráp um skuggahverfi Internetsins getur einnig  verið ógn við upplýsingaöryggi fyrirtækisins.

Öflug öryggisgæsla

Í flestum fyrirtækjum eru til staðar skrifaðar eða óskrifaðar reglur um vefnotkun  og notkun Internetsins almennt en erfitt getur reynst að framfylgja slíkum  reglum og hafa eftirlit með þeim. Vefsíun Nýherjas mætir þessum þörfum og  færir þér virkt stjórn- og eftirlitskerfi fyrir alla vefumferð fyrirtækisins.

Umferðinni stýrt

Vefsíun Nýherja byggir á mjög öflugu kerfi. Við síun á vefumferð er sú vefsíða  sem notandi ætlar að skoða borin saman við lifandi gagnagrunn sem geymir  flokkun á meira en 18 milljón vefsíðum í 90 flokkum. Sé vefsíðan skilgreind  sem óæskileg fær viðkomandi notandi viðvörun þess efnis.

Óheimilaður aðgangur

Hægt er að skilgreina viðbrögð ýmist sem bann eða viðvörun. Mismunandi  reglur geta gilt um deildir fyrir-tækisins, einstakar vinnustöðvar eða notendur.  Dæmi um hefðbundna stillingu er að öllum notendum sé óheimilt að skoða  síður sem innihalda klámfengið efni. 

Nákvæm skýrslugjöf

Vefsíun Nýherjas býður uppá fjölbreyttar skýrslur um vefnotkun þar sem  auðvelt er að sjá heildarmynd af því hvernig vefnotkun fyrirtækisins er háttað.  Skýrslurnar gefa mikilvægar upplýsingar um það hvað notendur sækja helst í  á Internetinu.

Fyrirspurn