Betri samskiptalausnir

Markmið Unified Communications (UC) / Sameinaðra Samskipta (SS) er að ná fram markvissari samskiptum, t.d. með skjótari afgreiðslu og betri nýtingu á tíma og búnaði sem leiðir af sér aukna framleiðni og hagræðingu.

Samræming

Við hjálpum þér að samræma símkerfi, viðveruupplýsingar, tölvupóst, talhólf, fjar- og myndfundi - óháð tölvu eða símbúnaði. Þá er hægt að samtengja samskiptakerfin beint við viðskiptakerfi. 

Hvað er UC?

UC er hugtak sem hefur verið þekkt innan upplýsingatækni á liðnum árum. Upphaflega náði það einkum til samþættingar á símkerfum og póstkerfum fyrirtækja, en tekur nú til víðtækara sviðs. Við bætist fjarfundakerfi, fundakynningar á netinu, video fundir við skrifborðið, auk tengingu alls þessa við farsíma, auk fleiri þátta.

Frábærir framleiðendur

Nýherji er endursölu- og þjónustuaðili fyrir marga af helstu framleiðendum á svið UC lausna, s.s. Microsoft, Avaya, IBM, Cisco, Plantronics og Polycom.

ALT undir CTRL Umsjá
Fyrirspurn