Við tengjum þig við umheiminn

Við erum leiðandi í innleiðingu og rekstri samskipta, net og fjarskiptalausna. Markmið okkar er að ná fram markvissari samskiptum fyrir fyrirtæki, t.d. með skjótari afgreiðslu og betri nýtingu á tíma og búnaði sem leiðir af sér aukna framleiðni og lækkun á kostnaði.

Net og símkerfi

Sérfræðingar okkar taka að sér rekstur á net og símkerfum fyrirtækja og veita jafnframt ráðgjöf frá a til ö í fjarskiptamálum, hvort sem um er að ræða samþættingu, lokuð viðskiptanet, heimanet eða flutning á milli starfstöðva. Við tryggjum öryggi gagnvart tölvuþrjótum með rekstri og eftirliti á öflugum eldveggjum sem sniðnir eru að þörfum viðskiptavina. Við hjálpum jafnframt viðskiptavinum að samræma símkerfi, viðveruupplýsingar, tölvupóst, talhólf, fjar- og myndfundi – óháð staðsetningu, tölvum, símbúnaði eða viðskiptakerfi. 

Fullkomnar fjarfundarlausnir

Fjarfundalausnir fást í öllum stærðum og gerðum, allt frá hugbúnaði fyrir PC tölvur upp í kerfi fyrir stærstu fundarsali. Með uppsetningu á fjarfundabúnaði sparast mikill tími og jafnframt má draga verulega úr ferða- og funarkostnaði og ná fram aukinni framleiðni og hagræðingu. 

Frábært vöruúrval

Nýherji er endursölu- og þjónustuaðili fyrir marga af helstu framleiðendum á sviði samskiptalausna, s.s. MicrosoftAvayaIBMCiscoPlantronics og Polycom. 

Kíktu á úrvalið á netverslun.is

TafarlausnViðbúnaðarstig RAUTT Morgunverðarfundur
Fyrirspurn