Við tengjum þig við umheiminn

Við erum leiðandi í innleiðingu og rekstri samskipta- og fjarskiptalausna. Markmið okkar er að ná fram markvissari samskiptum fyrir fyrirtæki, t.d. með skjótari afgreiðslu og betri nýtingu á tíma og búnaði sem leiðir af sér aukna framleiðni og lækkun á kostnaði.

Net og símkerfi

Sérfræðingar okkar taka að sér rekstur á net og símkerfum fyrirtækja og veita jafnframt ráðgjöf frá a til ö í fjarskiptamálum, hvort sem um er að ræða samþættingu, lokuð viðskiptanet eða flutning á milli staða. Við tryggjum öryggi gagnvart tölvuþrjótum með rekstri og eftirliti á öflugum eldveggjum sem sniðnir eru að þörfum viðskiptavina. Við hjálpum jafnfram viðskiptavinum að samræma símkerfi, viðveruupplýsingar, tölvupóst, talhólf, fjar- og myndfundi – óháð staðsetningu, tölvu eða símbúnaði. Þá er hægt að samtengja samskiptakerfin beint við viðskiptakerfi.

Fullkomnar fjarfundarlausnir

Polycom fjarfundalausnir fást í öllum stærðum og gerðum, allt frá hugbúnaði fyrir PC tölvur upp í kerfi fyrir stærstu fundarsali. Með uppsetningu Polycom fjarfundabúnaðar sparast mikill tími og jafnframt má draga verulega úr ferðakostnaði og ná fram aukinni framleiðni og hagræðingu. Þannig geta starfsmenn fyrirtækisins nýtt tíma sinn mun betur með því að vera á skrifstofunni og nota myndfundabúnað til þess að vera á fundum augliti til auglits við samstarfsaðila, birgja eða viðskiptavini.

Hvað er UC?

Unified Communications (UC) er hugtak sem hefur verið þekkt innan upplýsingatækni á liðnum árum. Upphaflega náði það einkum til samþættingar á símkerfum og póstkerfum fyrirtækja, en tekur nú til víðtækara sviðs. Við bætist fjarfundakerfi, fundakynningar á netinu, video fundir við skrifborðið, auk tengingu alls þessa við farsíma, auk fleiri þátta.

Frábært vöruúrval

Nýherji er endursölu- og þjónustuaðili fyrir marga af helstu framleiðendum á sviði samskiptalausna, s.s. MicrosoftAvayaIBMCiscoPlantronics og Polycom. 

Kíktu á úrvalið í netverslun.is.

Tæknifæri
Fyrirspurn