Sýndarvæðing

Sérfræðingar í sýndarvæðingu

Nýherji hefur þróað fjölda lausna í sýndarvæðingu netþjóna. Með þessum lausnum gerum við viðskiptavinum okkar kleift að reka tölvukerfi á hagkvæmari og auðveldari hátt  með minni tilkostnaði. Þegar þú hagræðir með sýndarnetþjónum ertu að byggja upp hagkvæmari rekstur, Veruleg fækkun á netþjónum ásamt sparnaði í vélbúnaði og hugbúnaðarleyfum.

Einnig er verulegur sparnaður og hagræðing í daglegum  rekstri, gagnageymslum og síðast en ekki síst rafmagni og kælingu. Einnig næst  betri nýting á tíma starfsfólks.

Auðveldari rekstur

Öllum sýndarþjónum stýrt í gegnum eitt og sama viðmótið. Auðvelt að stækka umhverfi, bæta við sýndarþjónum, stýrikerfum og hugbúnaði án áhrifa á  rekstur annarra kerfa. Hægt að sinna uppfærslum og breytingum á vélbúnaði á  dagtíma án þess að hafa áhrif á sýndarnetþjónana.

  • Ertu að byggja upp nýtt netþjónaumhverfi?
  • Viltu skoða möguleika á því að  uppfæra núverandi búnað og sýndarvæða?

Fylltu út formið hér til hliðar og ráðgjafar okkar munu hafa samband við þig eins fljótt og tími gefst.

Fyrirspurn