Kiosk

Geturðu tekið á móti gestum?

Vantar þig útstöð til að leyfa viðskiptavinum þínum að vafra á netinu eða  sinna erindum á meðan þeir eru í fyrirtæki þínu?  Ertu búin(n) að gefast upp á  að viðhalda öruggri útstöð í góðri virkni?  Taktu vel á móti gestum þínum og  viðskiptavinum með áreiðanlegum og öruggum sýndavæddum Kiosk frá  Lausnaveitu Nýherja. 

Hvað er KIOSK

Kiosk frá Lausnaveitu Nýherja eru sýndarvæddar útstöðvar sem viðskiptavinir  þínir geta notað á meðan þeir bíða eða sinna erindum og viðskiptum við  fyrirtæki þitt. Nýherji býður einsleitan, fullbúinn, viðhaldfríann og öruggann Kiosk sem rekin er á aðskildu neti og gagnasambandi. Kiosk lausnin inniheldur heitan reit fyrir þráðlaus tæki (e. wifi hot spot) sem hentar þeim sem nota snjallsíma, spjaldtölvur og ferðatölvur.  Í lyklaborðinu á  KIOSK er svo kortalesari sem gerir viðskiptavinum þínum m.a. kleift að sinna  öruggari bankaviðskiptum meðan þeir bíða. 

Öll nauðsynleg hugbúnaðarleyfi eru innifalin í kostnaðinum og því er enginn aukakostnaður vegna hugbúnaðar. Sérfræðingar Nýherja sjá um alla uppsetningu og það eina sem þarf er aðstaða fyrir KIOSK Nýherja. Allt þetta er án nokkurs upphafskostnaðar, einungis er greitt mánaðargjald.

Öryggi

Sérfræðingar Nýherja sjá til þess að útstöðin sé læst og einungis er hægt að nota vafrann eða þau forrit sem þú vilt að þínir viðskiptavinir hafi aðgengi að.  Allir KIOSK eru uppsettir með sama sniðmáti og viðhaldið með fjarvinnslu.  Lausnaveita Nýherja sér um að enduruppsetja útstöðina eftir þörfum og því er  útstöðin alltaf í góðri virkni. Öll vinnsla kerfa fer fram á netþjóni og því fara  engin gögn úr kerfisrýminu. Samskipti eru dulkóðuð og því þarf ekki VPN tengingu. 

Þinn ávinningur

  • Fast mánaðargjald 
  • Auðvelt að viðhalda 
  • Hægt að enduruppsetja hratt 
  • Aðskilið net - ekki hætta á innbroti
  • Heitur reitur innifalinn fyrir þráðlaus tæki 
  • Lægri rafmagnskostnaður m.v. hefðbundnar útstöðvar. (ca 80%)

 

 

Fyrirspurn