Sýndarnet

Sýndarnet Nýherja

Sýndarnet er það sem margir þekkja sem VPN eða virtual private network. Tæknin felur í sér að setja upp samband á milli A og B þannig að hægt sé að eiga  samskipti eins og það sé innan sömu skrifstofu. Tæknin felur í sér að tengja  starfsmann við aðalstöðvar fyrirtækis síns, hvar sem hann er staddur, líkt og hann  hafi aldrei yfirgefið skrifstofuna. 

Hagstæð tenging

Fjölmargar aðstæður gera notkun á sýndarneti Nýherja að fýsilegum kosti.  Algengt er að nota sýndarnet Nýherja þegar tengja á saman tvær eða fleiri  starfsstöðvar. Til dæmis má tengja saman íslenskar og erlendar starfsstöðvar  með hagstæðum hætti með notkun á sýndarneti Nýherja. Annað dæmi er  uppsetning á heimatengingum starfsmanna. Séu starfsmenn hins vegar á  ferðinni geta þeir notað sýndarnet Nýherja til að tengjast fyrirtæki sínu með því  einu að komast í samband við Internetið.

Samtenging starfsstöðva

Mikið hagræði felst í því að geta tengt allar starfsstöðvar fyrirtækis með  hraðvirkum og öruggum hætti í gegnum Internetið, þjónustunet Nýherja eða  þjónustunet þriðja aðila. Með slík sambönd til staðar opnast möguleikar á  miðlægri gagnageymslu og lægra flækjustigi í högun upplýsingakerfa. Óheft og  öruggt upp-lýsingaflæði innan fyrirtækja er forsenda fyrir velgengni í viðskiptum og  mætir sýndarnet Nýherja þessum þörfum fyrirtækja sérlega vel.

Heimatenging starfsmanna

Það hefur færst í vöxt á undanförnum árum að fyrirtæki gefi starfsmönnum sínum kost á því að sinna hluta eða öllu starfi sínu að heiman. Lykillinn að slíku  fyrirkomulagi er að viðkomandi starfsmenn hafi jafn-greiðan aðgang að gögnum  og tölvukerfum fyrirtækisins eins og þeir væru á staðnum. 

Fjartenging fyrir starfsmenn á ferðinni

Ótrúleg þægindi og hagræði felast í því að gefa starfsmönnum sem eru á  ferðalagi kost á því að tengjast inn til fyrirtækisins hvar sem þeir eru staddir. Þeir  þurfa aðeins að komast í samband við Internetið og geta þar sett upp sýndarnet  Nýherja milli sín og fyrirtækisins. Hótelherbergi, flugstöðvar eða heitir reitir víða  um heim eru með þessu orðin hluti af starfsstöðvum fyrirtækisins og tengd með  jafn öruggum hætti og aðrar starfs-stöðvar.

Örugg tenging

Gagnasambandið þarf umfram allt að vera öruggt þar sem í raun er verið að gera heimili starfsmanna jafntsem hótel, flugvelli og kaffihús svo dæmi séu nefnd, að nýrri starfsstöð þeirra.  Tengingin ætti því að sjálf-sögðu að lúta sömu öryggisreglum og aðrar  starfsstöðvar fyrirtækisins. Sýndarnet Nýherja tryggir að starfsmaður sé ávallt tengdur með öruggum hætti en samskipti yfir sýndarnet eru meðal annars tryggð  með dulkóðun og styðja við alla þrjá meginþætti upplýsingaöryggis; leynd,  réttleika og tiltækileika texti.

Fyrirspurn