Sýndarnetþjónar

Sýndarnetþjónn Nýherja virðist vera eins og hver annar netþjónn gagnvart  notendum og hug-búnaðarkerfum en í raun er þar á ferð háþróaður hugbúnaður  sem gerir kleift að keyra marga sýndar-netþjóna á sama vélbúnaðinum.

Ýmsar þjónustuleiðir

Njóttu þess að hafa aðgang að einu fullkomnasta samskiptakerfi sem völ er á  með mánaðarlegum greiðslum sem henta stærð og umfangi allt frá eins manns  fyrirtækjum til stórfyrirtækja með dreifða starfsemi. Láttu sérfræðinga Nýherja í  kerfisveitu um að tryggja þér öryggi og stöðugleika en ýmsar þjónustuleiðir eru í  oði sem henta þörfum hvers og eins og tryggja öllum sveigjanleika, aðgengi og  öryggi.

Sveigjanleiki

Viðskiptaumhverfið er síbreytilegt og nauðsynlegt er að fyrirtæki geti aðlagast  þeim breytingum án fyrirhafnar og of mikils kostnaðar. Microsoft Exchange í  kerfisveitu Nýherja tryggir þér aðgang að lausnum sem henta þínum þörfum og  geta vaxið með þér. Þú getur meðal annars bætt við nýju léni, nýjum póstlistum  eða nýjum pósthólfum eftir þörfum. Dæmi um þetta gæti verið pontun@fyrirtaeki.is eða sala@nyjavaran.is.

Aðgengi

Kerfisveita Nýherja býður uppá fjölmargar leiðir til að tengjast Microsoft Exchange.  Auk hefðbundins Outlook biðlara og Outlook vefviðmóts bjóðast tengimöguleikar  eins og POP3, IMAPI, Microsoft Mobile, OpenHand, BlackBerry og fleiri. Þú átt því  að hafa möguleika á að tengjast Microsoft Exchange í kerfisveitur Nýherja hvar,  hvenær og hvernig sem er. Það er þægilegt að geta skoðað dagbókina á meðan  setið er á fundi og verið er að ákveða næsta fund eða svara tölvupósti í gegnum  farsímann eða handtölvuna hvenær sem færi gefst. 

Öryggi

Algengasta smitleið tölvuvírusa er með tölvupósti. Í kerfisveitu Nýherja er allur  tölvupóstur afritaður og síaður með vírusvörnum af fullkomnustu gerð. Auk þess getur þú látið sía í burtu ruslpóst sem er að fylla pósthólf hjá mörgum þessa daganna. 

Fyrirspurn