Vöktun og viðbragð

Með eftirliti og bakvöktum tryggir þú þér að vakað  sé yfir búnaði  þínum og kerfum allan sólarhringinn. Komi til bilunar eða truflana þá  bregðast starfsmenn þjónustumiðstöðvar Nýherjavið í samræmi við  alvarleika hennar. Sé þörf á aðstoð sérfræðinga til að sinna  lagfæringum þá eru þeir ávallt á bakvakt og reiðubúnir til aðstoðar  hvenær sem er.

Eftirlit er annars vegar sjálfvirkt eftirlit sem framkvæmt er með mjög  fullkomnum eftirlitskerfum og hins vegar handvirkt eftirlit þar sem  starfsmenn þjónustumiðstöðvar Nýherja tengjast viðkomandi  búnaði og framkvæma eftirlit samkvæmt fyrirfram skilgreindum  gátlista.  Slíkt eftirlit er framkvæmt bæði á búnaði sem hýstur er hjá  Nýherjaog búnaði sem staðsettur er hjá viðskiptavinum.

Sjálfvirkt eftirlitskerfi

Nýherji notar öflug sjálfvirk eftirlitskerfi sem fylgjast með  tölvubúnaði, netbúnaði og kerfum hjá viðskiptavinum. Hægt er að  fylgjast með því að ákveðnar þjónustur sem fyrirtæki eru að veita  séu að starfa rétt eins og til dæmis þjónustur á vefsíðum. Fylgst er  með því að diskar fyllist ekki, að netsambönd séu í lagi, að  póstþjónar virki rétt, að minnisnotkun á búnaði sé eðlileg og svona  mætti lengi telja.

Fjareftirlit

Þó hægt sé að ná yfir marga þætti með sjálfvirku eftirliti er engu að síður mjög mikilvægt að reglulega sé framkvæmt handvirkt eftirlit  með ástandi á búnaði. Upp geta komið truflanir eða bilanir sem  sjálfvirku eftirlitskerfin greina ekki. Með reglulegum hætti tengjast  starfsmenn þjónustumiðstöðvar Nýherjabúnaði þínum og  framkvæma eftirlit samkvæmt gátlista.

Kvennafrí dagur hjá Nýherja
Fyrirspurn