Hagræðing í rekstri

Sérfræðingar Nýherja hafa mikla reynslu í að hjálpa viðskiptavinum að finna tækifæri til hagræðingar í  rekstri UT  kerfa. Slík tækifæri geta legið víða, t.d. í  fjarskiptakostnaði, hugbúnaðarleyfum, úreltum  kerfum og uppsetningu kerfa sem eru  þung í rekstri  og svo mætti lengi telja. Tækifæri til hagræðingar er að finna í rekstri UT kerfa flestra fyrirtækja.

Megin áhersla í þróun allrar þjónustu Nýherja hefur  ætíð verið á  hagræði  í rekstri upplýsingakerfa. Markmiðið hefur ávallt verið að finna bestu mögulegu leiðir við rekstur og þjónustu í upplýsingatækni, sem og að nota upplýsingakerfi til  að hagræða í  rekstri fyrirtækja til að lækka  rekstrarkostnað.

Hafðu samband við sérfræðinga Nýherja og sjáðu hvort við  finnum ekki leiðir til hagræðingar í þínum  rekstri.

  • Hagræðing með sýndarvæðingu
  • Hagræðing með miðlægri stýringu útstöðva
  • Úttektir
  • Leiðir í hagræðingu
  • Úrbótaverkefni í hagræðingarskyni - greining og ráðgjöf
Fyrirspurn