Þjónusta

Þjónusta við fyrirtæki - Umsjá

Umsjá Nýherja sinnir fyrirtækjum sem hafa gert þjónustusamning við Nýherja.  Umsjá samanstendur meðal annars af Þjónustuborði, Vettvangsþjónustu og Vöktunarþjónustu og er opið allan sólarhringinn allan ársins hring. Sérfræðingar Nýherja veita viðskiptavinum upplýsingatækniþjónustu í takt við væntingar og gildandi samningsmarkmið.

Nýherji vinnur eftir ITIL þjónustuferlum sem er alþjóðlegur staðall fyrir þjónustu í upplýsingatækni.  Ein af megin áherslum Nýherja er að veita frammúrskarandi fyrsta stigs þjónustu og er hlutverk Umsjár að halda utan um þjónustuþáttinn til að tryggja þjónustustig samninga.

Verkstæði

Nýherji leggur mikla áherslu á að á verkstæði starfi ávallt fremstu sérfræðingar landsins á þessu sviði. Á þriðja tug sérfræðinga sjá um viðgerðir á ThinkPad fartölvum, ThinkCentre borðtölvum, auk viðgerða á prenturum, ljósritunarvélum,plotterum og faxtækjum. Sérfræðingar verkstæðisins hafa hlotið fjölda vottana frá helstu samstarfsaðilum, s.s. IBM, Lenovo, Microsoft, Canon og Lexmark.

Verkstæðið að Köllunarklettsvegi 8 er opið virka daga frá 09:00 - 17:00.

Síminn er 569-7777 og netfangið: verkstaedi@nyherji.is

Alrekstur
Fyrirspurn