Fjarfundabúnaður

Fullkomnar fjarfundarlausnir sem brúa bilið

Nýherji býður fjarfundabúnað frá Polycom sem er einn stærsti framleiðandi fjarfundabúnaðar í heiminum í dag. Polycom fjarfundalausnir fást í öllum stærðum og gerðum, allt frá hugbúnaði fyrir PC tölvur upp í kerfi fyrir stærstu fundarsali.

Nýherji hefur byggt upp mjög gott samstarf við Polycom í meira en áratug. Menntun og þjálfun starfsmanna gefur Nýherja Gold Partner stöðu hjá Polycom sem tryggir góðan aðgang að tækniþjónustu þeirra og jafnframt dreifi- og sölusamning við fyrirtækið.

Lækkaðu ferðakostnað og bættu samskiptin

Með uppsetningu Polycom fjarfundabúnaðar sparast mikill tími og  jafnframt má draga verulega úr ferðakostnaði og ná fram aukinni  framleiðni og hagræðingu. Þannig geta starfsmenn fyrirtækisins nýtt tíma  sinn mun betur með því að vera á skrifstofunni og nota myndfundabúnað  til þess að vera á fundum augliti til auglits við samstarfsaðila, birgja eða  viðskiptavini.

Polycom hugbúnaður fyrir PC tölvur

PVX er hugbúnaður fyrir PC tölvur til tengingar við Polycom fjarfundarkerfi. Með uppsetningu PVX hugbúnaðar og tengingu vefmyndavélar við tölvuna breytir þú henni í öflugan fjarfundabúnað.

CMA 4000, Polycom Converged Management ApplicationTM (CMATM) 4000 er miðlægur server frá Polycom sem býður fyrirtækjum upp á stórskemmtilega lausn á fjarfundamálum. Með uppsetningu Polycom CMA4000 servers fá fyrirtæki miðlæga lausn til þess að halda utan um Video fjarskipti og búnað frá Polycom og Video client fyrir notendur sem gerir myndfundi eins einfalda og að hringja símtal auk þess sem hann býður upp á innbyggt vefspjall.

Polycom fjarfundarbúnaður fyrir skrifstofur og fundarherbergi 

Polycom býður upp á „High Definition" fjarfundabúnað fyrir þá sem eru  að leita að fullkomnum myndgæðum og "High Resolution"  fjarfundarbúnað fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í notkun  fjarfundarbúnaðar.

Polycom High-Resolution fjarfundabúnaður

Polycom QDX er "High Resolution" fjarfundarbúnaður er ódýr og góður valkostur frá Polycom.

  • QDX6000, fjarfundabúnaður með möguleika á 2 skjám og 2 hljóðnemum.

Polycom High-Definition fjarfundabúnaður

Polycom HDX línan er "High Definition" fjarfundarbúnaður sem býður  upp á allt að 1080p upplausn í fjarfundum og býðst í fjölmörgum  útfærslum, allt eftir þörfum viðsktipavinar og stærð fundarherbergi. 

Polycom er ávallt í fararbroddi þegar kemur að þróun fjarfundartækni og  er nú fyrst allra fjarfundakerfa með stuðning við H.264 High Profile  staðalinn en með honum er bandvíddarþörf HD fjarfundabúnaðar aðeins  helmingur af því sem áður þurfti.

  • HDX4000, tölvuskjár með innbyggðum fjarfundabúnaði ætlaður fyrir skrifstofur og minnstu fundarherbergi.
  • HDX6000, fjarfundabúnaður fyrir minni fundarherbergi með 1 skjá.
  • HDX7000, fjarfundabúnaður fyrir stærri fundarherbergi með möguleika á 2 skjám og 2 hljóðnemum.
  • HDX8000, fjarfundarbúnaður fyrir stærri fundarherbergi með möguleika á 2 skjám, 3 hljóðnemum og 2 Polycom myndavélum.
  • HDX9000, fjarfundarbúnaður fyrir stærri fundarherbergi með möguleika á 2 skjám, 4 hljóðnemum og 2 Polycom myndavélumQDX6000.

Polycom fjarfundabrýr

Til þess að hægt sé að tengja saman 3 eða fleiri aðila á sama fjarfund þarf  fjarfundarbrú og býður Polycom upp á 2 mismunandi valkosti.

  • RMX1000, fjarfundabrú fyrir allt að 20 samtímanotendur.
  • RMX2000, fjarfundabrú fyrir allt að 40 samtímanotendur.
Lausnir frá Nýherja
Fyrirspurn