IP símalausnir

Lækkaðu kostnaðinn með IP símalausnum Nýherja

Mikil þróun hefur verið undanfarin ár í tækni  sem býðst til  tengingar milli  starfsstöðva eða  við umheiminn. Reynslan hefur  sýnt að fyrirtæki  ná oft að  lækka rekstrarkostnað umtalsvert  með því að taka gagnasambönd sín til  gagngerrar  endurskoðunar.

Samhliða því hafa  mörg fyrirtæki einnig séð  hag  sinn í því að úthýsa einhverjum hluta eða öllu  upplýsingatækniumhverfi sínu  til Nýherja. Það  getur svo haft í  för með sér töluvert hagræði í tengslum við  samtengingar  starfsstöðva eða  fjaraðgang starfsmanna þar sem kerfismiðja  Nýherja yrði þá samtenging eða hnútpunktur  allra sambanda  fyrirtækisins.

Þessu til viðbótar  má ná fram hagræði með því  að fara í IP  símaþjónustu í  kerfisveitu Nýherja og nota  þannig  sömu sambönd milli starfsstöðva fyrir  tal og gögn.

 

Fyrirspurn