Vélbúnaður

Lausnaframboð Nýherja í vélbúnaði byggir á netþjónum, miðlægum búnaði fyrir fyrirtæki og tölvubúnaði, fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Vöruframboð Nýherja á miðlægum vélbúnaði samanstendur af IBM BladeCenter, IBM System x netþjónum, IBM Power Systems, IBM System z stórtölvum, IBM System Storage, varaafli, kælibúnaði og rekkum frá APC.

IBM xSeries

IBM xSeries netþjónar hafa sívaxandi markaðsstöðu hér á landi en aukna eftirspurn eftir lausninni má rekja til djúprar þekkingar og reynslu ráðgjafa og söluteymis Nýherja á vörunni og nýrra stórra viðskiptavina.

Power Systems

Power Systems er lína netþjóna frá IBM sem sameinar System i og System p tölvur og getur keyrt fjölbreytt svið stýrikerfa og hugbúnaðar. Nýherji hefur yfir að ráða miklu úrvali lausna fyrir IBM Power Systems. Helstu kostir þessara netþóna eru lágur eignarhaldskostnaður, restraröryggi og mikið afl.

IBM Systems z

IBM System z, eða stórtölvur, hafa stórt afkastasvið, háan uppitíma og eru notaðar fyrir beinlínu- og runuvinnslu, svo sem fyrir bakvinnslu og afgreiðslu í bankaumhverfi hér á landi.

Varaaflgjafar - Netþjónaskápar

Á sviði varaaflgjafa og miðlaraskápa/netþjónaskápa á Nýherji í samstarfi við APC - American Power Conversion -, stærsta framleiðanda varaaflgjafa í heimi.

Lenovo

Lenovo er leiðandi framleiðandi tölvubúnaðar í heiminum og einn af tveimur stærstu framleiðendum heims á því sviði. Lenovo tölvur hafa sótt sífellt í sig veðrið á íslenskum markaði. Nýherji býður frábært úrval tölvubúnaðar frá Lenovo; ThinkPad fartölvur, ThinkCentre borðtölvur og ThinkVision skjái.

Vélbúnaður
Fyrirspurn