FOCAL hubúnaðar til gæðastjórnun

Gæðastjórnun er fyrir alla

FOCAL  hugbúnaður til gæðastjórnunar hjálpa rekstrareiningum af öllum stærðum og gerðum við að koma á einsleitu verklagi, uppfylla kröfur, fækka mistökum, auka ánægju viðskiptavina og starfsmanna og byggja upp þekkingu á hvernig best er að reka viðkomandi einingu.

 • Þeir sem hafa unnið við gæðastjórnun vita hversu mikinn tíma hægt er að spara og einfalda verklagið með réttum hugbúnaði til gæðastjórnunar.

FOCAL hugbúnaður hefur verið í þróun í 20 ár, innleiddur hjá 30.000 notendum hjá yfir 300 fyrirtækjum.   FOCAL skýjalausnir Nýherja eru með innbyggða aðferðafræði og virkni sem einfaldar alla vinnu fyrir notendur. Gæðakerfin uppfylla kröfur alþjóðlegra staðla eins og ISO, HACCP, GMP svo dæmi séu nefnd, en henta vel bæði vottuðum og óvottuðum fyrirtækjum.

 • Skýjalausnirnar eru einfaldar í notkun, taka skamman tíma að innleiða og eru hagkvæmar í rekstri.

FOCAL gæðakerfin eru Gæðahandbók, Ábendingar og Frávik, Úttektir, Hæfnistjórnun og FOCALForms eyðublaðasmiðurinn.

Til að fá nánari upplýsingar um hverja lausn, sjá hér.  

Helstu eiginleikar:

 • Innbyggð rafræn aðferðafræði
 • Sjálfvirk úrbótaferli
 • Samþykktarferli
 • Útgáfustýring
 • Rekjanleiki
 • Öll gögn á einum stað

Gæðakerfin tryggja að uppfært verklag sé aðgengilegt starfsmönnum og að rekstrareiningar uppfylli kröfur og væntingar viðskiptavina.

Ráðgjöf og námskeið:

Sérstaða FOCAL Lausna felst í innbyggðri aðferðafræði á sviði gæðastjórnunar. Til þess að innleiðing á upplýsingakerfum skili árangri, þarf að innleiða aðferðafræðina samhliða. Mikilvægt er að fyrirtæki hafi heildarlausnina í fyrirrúmi þar sem upplýsingakerfin og aðferðafræðin styðja hvort annað.

Í upphafi þarf að fara fram stefnumótun og þarfagreining áður en innleiðing á gæðastjórnun getur átt sér stað. Þá þarf samþykkt framkvæmdaáætlun að liggja fyrir áður en verkefnið hefst. Við innleiðingu breytinga þurfa allir starfsmenn að ganga í takt, oft þarf því viðhorfsbreytingu hjá starfsfólki gagnvart breyttu verklagi sem verður að vera leidd af stjórnendum í orði og verki. Við innleiðinguna þarf bæði að nota aðferðir breytingastjórnunar og markaðssetningar til að vel takist.

FOCAL Skólinn hefur lagt ríka áherslu á að bjóða stutt og hnitmiðuð námskeið, er byggja á viðurkenndri aðferðafræði og 20 ára reynslu FOCAL í gæðastjórnun.  

Eftirfarandi námskeið eru í boði á næstunni:

 • Gerð handbóka og verklagsreglna, 7 klst. námskeið
 • VISIO – myndræn framsetning gæðaskjala, 3 klst. námskeið
 • Árangursrík innleiðing gæðastjórnunar, 2,5. klst námskeið  
 • Stjórnun úttektum með árangri, 2,5 klst. námskeið
 • Meðhöndlun ábendinga, 2,5 klst. námskeið

Í takt við nýjar áherslur í ISO 9001:2015 verður meiri áhersla á greiningu á áhættum og tækifærum og gerð neyðaráætlunar á námskeiðunum heldur en hingað til.   

Tímatafla, nánari upplýsingar og skráning á námskeið er hér. 

Fá ráðgjöf

Anna María Hedman
maria.hedman@nyherji.is
S: 569 7700