CCQ (e. Cloud Compliance & Quality) er ný skýjalausn sem stendur fyrir Gæðahandbók, Ábendingar, Úttektir og Áhættustjórnun. Lausnin hlítir kröfum og stöðlum (ISO, GDPR, GMP, FDA og fl.) og er með innbyggða aðferðafræði sem byggir á 20 ára reynslu í gæðastjórnun. 

CCQ er með innbyggða aðferðafræði og virkni sem einfaldar alla vinnu fyrir notendur og hentar vel bæði vottuðum og óvottuðum fyrirtækjum. Allar einingar eru tengdar saman en hægt er að nota eina eða fleiri einingar saman, allt eftir þörfum hvers fyrirtækis. 

CCQ er viskubrunnur fyrirtækis þar sem þekking og kunnátta mannauðsins er geymd ásamt mikilvægum upplýsingum um uppbyggingu og rekstur fyrirtækisins. 

CCQ gerir notanda mögulegt að nálgast gögn og upplýsingar hvar og hvenær sem er, óháð tækjum. Til þess að einfalda nálgun á mikilvægar upplýsingar getur notandi sett upp sitt eigið lesborð út frá verkefnum og kröfum tengt starfi sínu. Allar einingar eru með innbyggðri virkni til að einfalda daglegan rekstur í gæðastjórnun. 

Helstu eiginleikar:

 • Lesborð með persónulegu viðmóti
 • Innbyggð rafræn aðferðafræði
 • Forstillingar sem auðvelda gæðastjórnun
 • Samþykktarferli
 • Útgáfustýring
 • Rekjanleiki
 • Öll gögn á einum stað

Ráðgjöf og námskeið:

Sérstaða CCQ felst í innbyggðri aðferðafræði á sviði gæðastjórnunar. En til þess að innleiðing á upplýsingakerfum skili árangri, þarf að innleiða aðferðafræðina samhliða. Mikilvægt er að fyrirtæki hafi heildarlausnina í fyrirrúmi þar sem upplýsingakerfin og aðferðafræðin styðja hvort annað.

Í upphafi þarf að fara fram stefnumótun og þarfagreining áður en innleiðing á gæðastjórnun getur átt sér stað. Þá þarf samþykkt framkvæmdaáætlun að liggja fyrir áður en verkefnið hefst. Við innleiðingu breytinga þurfa allir starfsmenn að ganga í takt, oft þarf því viðhorfsbreytingu hjá starfsfólki gagnvart breyttu verklagi sem verður að vera leidd af stjórnendum í orði og verki. Við innleiðinguna þarf bæði að nota aðferðir breytingastjórnunar og markaðssetningar til að vel takist.

Nýherja skólinn hefur lagt ríka áherslu á að bjóða stutt og hnitmiðuð námskeið, er byggja á viðurkenndri aðferðafræði og 20 ára reynslu Focal í gæðastjórnun.  

Eftirfarandi námskeið eru í boði á næstunni:

 • Gerð handbóka og verklagsreglna, 7 klst. námskeið
 • VISIO – myndræn framsetning gæðaskjala, 3 klst. námskeið
 • Árangursrík innleiðing gæðastjórnunar, 2,5 klst. námskeið  
 • Stjórnun úttektum með árangri, 2,5 klst. námskeið
 • Meðhöndlun ábendinga, 2,5 klst. námskeið

Í takt við nýjar áherslur í ISO 9001:2015 verður meiri áhersla á greiningu á áhættum og tækifærum og gerð neyðaráætlunar á námskeiðunum heldur en hingað til.   

Tímatafla, nánari upplýsingar og skráning á námskeið er hér. 

Fá ráðgjöf

Við erum til þjónustu reiðubúin
S: 569 7700