Við sjáum um hýsingu og rekstur á tölvukerfi þíns fyrirtækis og veitum viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu allan sólarhringinn, allt árið um kring. Kostnaður er fastur og fyrirsjáanlegur og þjónustan er sniðin að þínum þörfum. 

Við sjáum um rekstur þinna útstöðva, stýrikerfa, hugbúnaðarkerfa og netkerfa. Þá bjóðum við fyrirtækjum að greiða fast mánaðargjald í samræmi við földa notenda og umfang rekstrar. Í alrekstri sér Nýherji alfarið um rekstur upplýsingakerfa fyrirtækisins. Það eykur stórlega stærðarhagkvæmni, öryggi og afköst í rekstri tölvukerfa og búnaðar.

Rekstur útstöðva

Með útstöð er átt við ferðatölvur og borðtölvur sem í notkun eru hjá þjónustukaupa ásamt  jaðartækjum sem þeim tengjast. Við viðhöldum stýrikerfi og stöðluðum hugbúnaði í eðlilegum rekstri á útstöðvum þjónustukaupa s.s. Microsoft hugbúnaði og clientum sérkerfa. Uppsetning nýrra útstöðva er innifalin í þjónustunni sem og uppsetning netprentara og minniháttar uppfærslur á útstöðvahugbúnaði. 

Rekstur stýrikerfa 

Rekstur stýrikerfa felur í sér allt daglegt viðhald og rekstur, þ.m.t. aðgangsstýringar og innlestur öryggisuppfærsla og þjónustupakka. Sérfræðingar okkar vinna eftir viðurkenndum verkferlum til að hámarka uppitíma stýrikerfis og bregðast við rekstrarfrávikum eins og við á. Um alrekstur er að ræða þar sem ekki eru gefnir út aukareikningar fyrir verkþætti sem falla innan þjónustu.

Rekstur hugbúnaðarkerfa 

Við rekum hugbúnaðkerfi sem keyrir á stýrikerfi sem einnig er rekið af okkur. Rekstur felur í sér að við tryggjum að hugbúnaðarkerfi ræsi upp og keyri á áreiðanlegan hátt. 

Rekstur upplýsingatæknikerfa

Við höfum um árabil boðið fyrirtækjum upp á internettengingar, afritunarþjónustu, VPN, eldveggi, innbrotavarnir, vefsíur o.fl. Fjölbreyttar internettengingar standa fyrirtækjum til  boða ásamt mjög hagstæðu verði á niðurhali.  Í eldveggjaþjónustu okkar er hægt að lágmarka áhættu með því  að stækka  eða minnka eldvegginn án þjónusturofs sem hentar mjög vel í  rekstrarumhverfi. 

 Öryggisvottun frá BSI

British Standard Institute (BSI) hefur staðfest vottun stjórnkerfis upplýsingaöryggis Nýherja samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO/IEC 27001:2013.