Framúrskarandi þjónusta

Við tökum að okkur hýsingu og rekstur á upplýsingatækni umhverfum fyrirtækja og stofnana af öllum stærðum og gerðum og lofum framúrskarandi þjónustu.

Viðskiptavinir okkar eru með ólíkar þarfir í upplýsingatækni,  allt frá því að útvista hluta af umhverfi sínu yfir í Alrekstrarþjónustu.

Þeir viðskiptavinir sem velja að útvista öllu í Alrekstur finna strax fyrir ávinningi því þjónustan felur m.a í sér:

  • Fastur og fyrirsjáanlegan kostnað við upplýsingatækni – engir bakreikningar
  • Rekstraröryggi – innviðir Nýherja eru ISO vottaðir og uppfærðir eftir þörfum
  • Aðgengi að 24/7 tækniþjónustu fyrir notendur
  • Viðskiptastjóri heldur utan um viðskiptasambandið og eftirfylgni við mál viðskiptavina
  • Þjónustueftirlit tekur út gæði þjónustunnar og upplýsir til viðskiptavina
  • Aðgengi að verkbeiðnakerfi Nýherja þar sem mál eru forgangsflokkuð og framgangur sýnilegur.
  • Alrekstraviðskiptavinir njóta bestu kjara sem Nýherji getur boðið viðskiptavinum sínum hverju sinni.

Tækniborð Nýherja - Við leysum vandamálin

Öryggisvottun frá BSI

British Standard Institute (BSI) hefur staðfest vottun stjórnkerfis upplýsingaöryggis Nýherja samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO/IEC 27001:2013.