Við erum sérfræðingar í öryggislausnum- fyrir fyrirtæki og stofnanir. Markmið okkar er að auka áreiðanleika, öryggi og bæta skilvirkni og sveigjanleika upplýsingatæknikerfa. Sérfræðingar okkar á sviði upplýsingaöryggis framkvæma greiningu til að meta núverandi stöðu öryggismála sé þörf á.

Með öryggisúttekt fá stjórnendur fyrirtækja raunstöðu öryggismála með skjótum og skilvirkum hætti. Að úttekt lokinni aðstoðum við viðskiptavini við að forgangsraða, velja lausnir og vinna verkefni eftir mikilvægi og þörfum. 

Öryggisvottun frá BSI

British Standard Institute (BSI) hefur staðfest vottun stjórnkerfis upplýsingaöryggis Nýherja samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO/IEC 27001:2013.

Í umsögn BSI segir að starfsfólk Nýherja leggja mikla áherslu á að viðhalda og skapa sterka öryggismenningu hjá félaginu. Þá búi Nýherji yfir framúrskarandi fyrirtækjamenningu og aðferðafræði varðandi lykilhluta stjórnkerfis, svo sem hvað varðar stöðugar umbætur, innri úttektir, áætlun um samfelldan rekstur og þjónustu, neyðaráætlanir, stefnu í upplýsingaöryggi, ferli og stýringar.

Nýherji hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004.

Afherju valdi Vodafone öryggislausn frá Nýherja?

Fá ráðgjöf

Við erum til þjónustu reiðubúin
S: 5697700