Nýherji hf. er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Markmið starfsfólks Nýherja er að veita framúrskarandi þjónustu og sérfræðiþekkingu og aðstoða viðskiptavini við að ná enn betri árangri í sínum rekstri.

Starfsfólk Nýherja og dótturfélaga skipar höfuðsess í velgengni fyrirtækjanna en mannauðsstefnan er grundvölluð á þeirri meginstefnu að starfsmenn njóti ánægju og velferðar í störfum sínum.

Þekking og frumkvæði 

Hjá samstæðunni starfar fjölbreyttur hópur af hæfu, áreiðanlegu og traustu starfsfólki, sem sýnir frumkvæði í starfi, veitir góða þjónustu og tekur virkan þátt í framþróun samstæðunnar í síbreytilegu umhverfi.

Þekking starfsmanna ásamt góðum starfsanda og starfsánægju skipa veigamikinn sess hjá samstæðunni. Þar að auki er lögð áhersla á að starfsmenn fái tækifæri til að þroskast og þróast í starfi. Enda á starfsfólkið og velferð þess stóran þátt í því að samstæðan dafni og þroskist, öllum til hagsbóta.

Hreyfing og vistvænar samgöngur

Starfsmenn Nýherjasamstæðunnar eru duglegir þegar kemur að hreyfingu, vistvænum samgöngum og keppnum sem tengjast hreyfingu. Hjólreiðamenn hafa frábærum árangri í ýmsum keppnum, svo sem Hjólað í vinnuna og WOW Cyclothon.

Félagslíf

Hjá samstæðunni starfar hópur skemmtilegs fólks sem tekur virkan þátt í þeim fjölmörgu viðburðum sem boðið er upp á. Starfsmannafélögin og klúbbarnir innan samstæðunnar eru mjög virkir auk þess sem fyrirtækið stendur reglulega fyrir viðburðum. Meðal viðburða á árinu má nefna vel heppnaða árshátíð, vorferð, golfmót, fjölskyldudag, haustfagnað, jólahlaðborð og fleira.