Fréttir

 

SAP-samstarfsaðili ársins fyrir nýsköpun

23.02.2017

Hugbúnaðarrisinn SAP hefur valið Applicon, sem er í eigu Nýherja, nýsköpunarfyrirtæki ársins meðal samstarfsaðila í Svíþjóð.

 

Aðalfundur Nýherja HF.

09.02.2017

Föstudaginn 3. mars kl. 16.00 í ráðstefnusal félagsins að Borgartúni 37

 

16% tekjuvöxtur á fjórða ársfjórðungi

31.01.2017

„Við erum ánægð með nýliðið rekstrarár hjá Nýherjasamstæðunni, enda með þeim betri í sögu félagsins. Þrátt fyrir rólega byrjun á árinu var tekjuvöxtur vel viðunandi eða um 11% og var hann mestur í hugbúnaðartengdri starfsemi. Þar má nefna að viðskiptavinir Tempo eru nú nálægt 10.000 og jukust tekjur þar um 40% á milli ára. Svipaða sögu má segja af Applicon AB, TM Software og hugbúnaðarsviði Nýherja þar sem tekjuaukning er á bilinu 20-45%,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Nýherja.

 

Fjárfestakynning 2. febrúar - Vefstreymi

26.01.2017

Nýherji hf. heldur kynningarfund fyrir hluthafa og fjárfesta vegna ársuppgjörs félagsins fyrir árið 2016 fimmtudaginn 2. febrúar næstkomandi.

 

Verslunin í Borgartúni lokuð 14. janúar

12.01.2017

Verslun Nýherja í Borgartúni verður lokuð, laugardaginn 14. janúar, vegna talningar. Opnun aftur næstkomandi mánudag.

 

Tekur yfir rekstur upplýsingatæknikerfa Arion

04.01.2017

Arion banki hefur samið við Nýherja um útvistun á rekstri upplýsingatæknikerfa bankans. Nýherji mun taka við rekstri allra miðlægra innviða og kerfa og sinna almennri tækni- og vettvangsþjónustu gagnvart starfsfólki Arion banka.