Fréttir

 

Afgreiðslutími um verslunarmannahelgina

27.07.2016

Verslanir Nýherja verða lokaðar frá laugardeginum 30.júlí til og með 1. ágúst. Opnað verður aftur þriðjudaginn 2.ágúst. Við minnum á að það er alltaf opið í netverslun.is

 

Menningarfélag Akureyrar í alrekstri

10.06.2016

Menningarfélag Akureyrar hefur samið við Nýherja um alrekstur á tölvukerfi sínu en það felur í sér aðgengi að tækniþjónustu Nýherja 24/7 sem og rekstur á miðlægu umhverfi og hýsingu á gögnum félagsins.

 

800 sóttu um hjá Nýherja og dótturfélögum

31.05.2016

Mikil áhugi er á störfum hjá Nýherja og dótturfélögum, en hátt í 800 manns hafa sótt um hjá samstæðunni það sem af er ári. Í flestum tilvikum er um umsóknir um sumarstörf og störf fyrir nýútskrifaða nemendur að ræða.

 

Sumaropnun móttöku

30.05.2016

Móttaka Nýherja í Borgartúni 37 verður opin frá kl 8-16 frá 6. júní til og með 5. ágúst. Þjónustuver/símsvörun verður áfram með hefðbundinn opnunartíma, frá kl 9-17.

 

Kaupa 450 Lenovo fartölvur

09.05.2016

Ríkiskaup hafa samið við Nýherja um kaup á amk 450 Lenovo far- og borðtölvum, að undangengu útboði. Samningurinn skilar sér í um 20% lægra innkaupsverði.

 

EBITDA Nýherja 180 mkr á fyrsta ársfjórðungi

27.04.2016

“Heildarhagnaður Nýherjasamstæðunnar var 38 mkr á fyrsta ársfjórðungi, sem er undir þeim kröfum sem við gerum til rekstrarins. Kostnaðarhækkanir koma niður á afkomunni, einkum vegna óvæntrar niðurstöðu kjarasamninga um hækkun launa í upphafi árs. Auk tímabundinnar vöruvöntunar á PC búnaði, sem kom niður á sölu, þá höfðu kjarasamningar veruleg neikvæð áhrif á rekstur Nýherja og drógu niður heildarafkomu móðurfélagsins,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Nýherja.