Fréttir

 

EBITDA Nýherja milljarður á árinu 2015

28.01.2016

„Síðastliðið rekstrarár var eitt það besta í sögu Nýherja. Tekjuaukning á milli ára var 15% og afkoma góð. Það er einnig ánægjulegt að afkoma allra rekstrareininga og dótturfélaga var jákvæð á árinu," segir Finnur Oddsson forstjóri Nýherja.

Fjárfestakynning félagsins 29. janúar kl. 09:00

22.01.2016

Nýherji hf. heldur kynningarfund fyrir hluthafa og fjárfesta vegna ársuppgjörs félagsins fyrir árið 2015 föstudaginn 29. janúar næstkomandi.

Nýherji eflir viðskiptavakt með hlutabréf félagsins

11.01.2016

Nýherji hf. hefur endurnýjað samning við Landsbankann hf. um viðskiptavakt með hlutabréfum útgefnum af Nýherja hf. sem skráð eru á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Eldri samningur er frá október 2011. Tilgangur samningsins er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í Nasdaq Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist og verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

 

Verslun Borgartúni 37 lokuð laugardaginn 9. janúar vegna vörutalningar

06.01.2016

Verslun Nýherja Borgartúni 37 verður lokuð laugardaginn 9. janúar vegna vörutalningar.

 

Lengri afgreiðslutími um jólin

09.12.2015

Afgreiðslutími verslana okkar í kringum jól og áramót er sem hér segir.

 

Töluverð umframeftirspurn eftir hlutabréfum Nýherja

11.12.2015

Töluverð umframeftirspurn var eftir hlutabréfum í Nýherja í hlutafjárútboði sem lauk í dag kl 16:00. Útboðsgengi er 16,0 krónur á hlut. Heildarstærð útboðsins nemur 9,76% af útgefnu hlutafé í félaginu eða 40 milljónum hlutum og er heildarsöluandvirði þeirra 640 milljónir króna. Alls bárust tilboð í 118,9 milljónir hluti á verðbilinu 14,5-18,0 krónur á hlut.