Myndir af viðburðum

 

DJ Dóra Júlía og Emmsjé Gauti í sirkustjaldi

DJ Dóra Júlía, Emmsjé Gauti, fjöllistafólk frá Sirkusi Íslandi og vélmennið Pepper trylltu lýðinn í sumarparveislu Nýherja og dótturfélaganna, TM Software og Applicon.

 

Pepper á ferð og flugi

Vélmenninu Pepper er margt til lista lagt. Hann kíkti í heimsókn á leikskólann Arnarbergi í Hafnarfirði og hélt uppi stuðinu við mikinn fögnuð krakkanna og starfsfólksins. Síðar um daginn aðstoðaði hann krakkana í versluninni í Borgartúni.

 

Framtíðin í 360 gráðum

Sýndarveruleika gleraugun okkar slógu sannarlega í gegn hjá krökkunum á heimilissýningunni Amazing Home Show í Laugardalshöllinni. Við sýndum einnig hljóð- og myndgræjur frá Bose og Sony sem ætti að vera staðalbúnaður á hverju heimili.

 

Þarna voru allir í skýjunum

Margir af helstu UT snillingum Nýherja létu sig ekki vanta á sýndarvæðingarmessu VMware (Vmware Solutions Summit) í Hörpu. Það fór vel á því að kynna til leiks Aurora Cloud því sýndarvæðing útstöðva (e. Desktop Virtulization) er dæmi um „skýþjónustu" sem tryggir allt að 50% hagræðingu í rekstri útstöðva.

 

Ofur aðdráttarlinsur og fuglaglens

Magnaðar ofur aðdráttarlinsur frá Canon Europe voru sýndar á Fuglakvöldi Nýherja og Fuglavernd. Þá sögðu nokkrir af bestu fuglaljósmyndurum landsins sögur á bak við myndirnar sínar.

 

Port9 sýndarvætt

Sýndarvæðing neta er eitt heitasta umræðuefnið í heimi netkerfa. Það fór vel á því að kryfja málefnið til mergjar á hinum litla og vinalega Port9 á Veghúsastíg. Til að fjalla um knýjandi breytingar í netkerfum fengum við Rasmus Holtet Rüsz og Brian Hestehave frá VMware ogLárus Hjartarson, VMware sérfræðingur hjá Nýherja.