Myndir af viðburðum

 

Jólastuð

Jólapeysudagurinn er orðinn að skemmtilegri hefð hjá Nýherja, eins og myndirnar bera með sér.

 

Ljósmyndaelítan mætti á Canon hátíð

Canon hátíðin var að venju fjölsótt enda í boði allt það nýjasta fyrir græjuóða Canon ljósmyndara auk spennandi og hressandi fyrirlestra sem komu úr ólíkum áttum. Hér eru myndir frá stærsta ljósmyndaviðburði ársins.

 

Hryllingsdagar í verslun Nýherja

Það var hrollvekjandi hrekkjavöku upplifun í verslun Nýherja Borgartúni 37 í lok október. Eins og margir muna frá síðustu jólum (http://bit.ly/2fefqBO) taka strákarnir í versluninni hátíðisdaga mjög alvarlega með tilheyrandi klæðaburði og hrollvekjandi skreytingum.

 

Gervigreindarsprenging

Tíminn sem við lifum er líklega einn sá allra mest spennandi sem mannkynið hefur upplifað, sagði Adam Cheyer á ráðstefnu Nýherja um gervigreind. "Við erum í miðri gervigreindarsprengingu," sagði Adam meðal annars í erindi sem sló heldur betur í gegn.

 

Sjötíu og sjö bleikar sjálfsmyndir

Október er mánuður Bleiku slaufunnar og árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum. Að sjálfssögðu tóku starfsmenn þátt og klæddust bleiku til tákns um samstöðu í baráttunni gegn krabbameini.

 

Rappandi úlfar og Sögu-grín á Haustmóti

Úlfur Úlfur og Saga Garðars héldu uppi fjörinu á Haustmóti Nýherja og dótturfélaga. Þar stilltum við saman strengi allra félaganna í samstæðunni; Nýherja, Tempo, Applicon og TM Software fyrir veturinn. #samsterk