Myndir af viðburðum

 

Næsta bylting í upplýsingatækni

Internet of Things (IoT) er ekki fjarlægur vísindaskáldskapur heldur bláköld staðreynd. Nýherji og IBM voru með puttann á púlsinum og fræddu áhugasama um næstu byltingu í upplýsingatækni. Þá fengu gestir að skoða netvædda og rafdrifna lúxus Teslu.

 

Snillingar framtíðarinnar

Drekarnir úr Vopnafjarðarskóla báru sigur úr býtum í First Lego League, tækni- og hönnunarkeppni grunnskólanemenda, sem haldin var á vegum Háskóla Íslands um helgina. Liðið vann sér þátttökurétt í alþjóðlegri First Lego League keppni, sem fram fer á næsta ári. Alls voru lið úr 20 grunnskólum skráð til leiks, um 200 börn og unglingar. Nýherji er bakhjarl keppninnar.

 

Brjálaðir hakkarar í Tjarnarbíói

Fullt var út úr dyrum á hakkararáðstefnunni Bsides, sem haldin var í samvinnu við Nýherja, í Tjarnarbíói. Þar voru komnir helstu sérfræðinar og áhugafólk landsins um öryggisvarnir í upplýsingatækni. Á ráðstefnunni var meðal annars fjallað um leiðir í baráttu við hakkara og hvernig verjast eigi þjófnaði á notendaupplýsingum. BSides ráðstefnurnar má rekja til ársins 2009 þegar að hin virta hakkara ráðstefna DEF CON í Las Vegas náði ekki að taka á móti öllum fyrirlesurum sem óskuðu eftir að kynna sitt efni þar. Þá ákváðu nokkrir aðilar að halda sína eigin ráðstefnu á "B-side" og úr þvi varð sería af alþjóðlegum ráðstefnum. Hróður BSides hefur vaxið jafnt og þétt og var Ísland 18 landið í heiminum til þess að halda slíka ráðstefnu. Fyrsta ráðstefnan á Íslandi var haldin í fyrra við frábærar undirtektir og því var ákveðið að endurtaka leikinn við með góðum árangri eins og myndir sýna.

 

Bleikur dagur

Október er mánuður Bleiku slaufunnar og árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum í ristli. Að sjálfssögðu tóku starfsmenn Nýherji, TM Software, Applicon Iceland og Tempo þátt og klæddust bleiku til tákns um samstöðu í baráttunni gegn krabbameini í ristli!

 

Upplifðu Bose gæði

Nýherji blés til veislu þegar opnað var glæsilegt Bose rými í verslun sinni í Borgartúni. Sjaldgæf tilboð á Bose hljóðbúnaði voru um alla verslun þar sem gestir fengu svo sannarlega að upplifa Bose gæði á frábæru verði.

 

Fössari í Gamla bíói #haustmot

Nýherji og dótturfélög fyrirtækisins héldu árlegt haustmót síðastliðið föstudagskvöld í Gamla bíói þar sem starfsfólk stillti saman strengi fyrir komandi vetur. Þema dagsins var mikilvægi liðsheildar og góðrar þjónustu. Þar fjallaði Finnur Oddsson forstjóri fjallaði um árangur liðins árs og mikilvægi góðar þjónustu. Þá talaði Valdimar Sigurðsson dósent við HR um neytendaupplifun. Slegið var á létta strengi og uppistandarinn Jóhann Alfreð skemmti í lederhosen. Þá mætti Helga Braga í gervi þýskrar Oktoberfestfrúr og sá til þess að allir höfðu nóg að drekka. Maturinn var heldur ekki af verri endanum, en hann var frá Krás götumarkaði.