Myndir af viðburðum

 

Ofur aðdráttarlinsur og fuglaglens

Magnaðar ofur aðdráttarlinsur frá Canon Europe voru sýndar á Fuglakvöldi Nýherja og Fuglavernd. Þá sögðu nokkrir af bestu fuglaljósmyndurum landsins sögur á bak við myndirnar sínar.

 

Port9 sýndarvætt

Sýndarvæðing neta er eitt heitasta umræðuefnið í heimi netkerfa. Það fór vel á því að kryfja málefnið til mergjar á hinum litla og vinalega Port9 á Veghúsastíg. Til að fjalla um knýjandi breytingar í netkerfum fengum við Rasmus Holtet Rüsz og Brian Hestehave frá VMware ogLárus Hjartarson, VMware sérfræðingur hjá Nýherja.

 

Fremst í flokki með Canon

Verðlaun Blaðaljósmyndarafélags Íslands voru veitt 4. mars sl. Heiða Helgadóttir, sjálfstætt starfandi blaðaljósmyndari, vann fern verðlaun af átta, fyrir mynd ársins, fréttamynd ársins, myndröð ársins og daglegt líf mynd ársins. Kristinn Magnússon fékk verðlaun fyrir bestu portrett mynd ársins af Guðna Th. Jóhannessyni áður en hann varð forseti Íslands. Kristinn hóf störf sem ljósmyndari hjá Morgunblaðinu í febrúar síðastliðnum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari á Fréttablaðinu, hlaut verðlaun fyrir bestu umhverfismynd ársins og íþróttamynd ársins. Þá hlaut Rut Sigurðardóttir verðlaun fyrir tímaritamynd ársins.

 

Kósý stemmari í hljóð- og myndlausnum

Landslið sérfræðinga frá NEC í myndbúnaði, Yamaha í hljóði og Crestron í stjórnbúnaði fóru vítt og breitt um helstu nýjungar á þessu sviði, í heimilislegri stemmningu á Vox Home á Hilton. Um er að byltingarkenndar lausnir sem mynda eina öfluga heild í hljóð- og myndlausnum fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.

 

Tikiri setti sig í spámannsstellingar

Tikiri Wanduragala, heimskunnur fyrirlesari og sérfræðingur í UT innviðum, fór í saumana á tæknilegri og markaðslegri óvissu sem á sér stað í UT innviðum nú um stundir á léttum hádegisfundi Nýherja. Wanduragala dró fram sviðsmyndir að lausnum sem henta ólíkum gerðum fyrirtækja og setti sig í spámannsstellingar varðandi framtíðina.

 

Forteco og ljúffengur borgari

Nýherji sýndi að fyrirtækið hefður góða reynslu af framtíðinni er það kynnti til leiks spánýja afritunarlausn í skýinu, sem ber heitið Forteco (Styrkur). Pétur okkar Eyþórsson, einn helsti sérfræðingur heims í geymslulausnum, fjallaði um nýju lausnina á Bryggjunni og ræddi aðeins um helstu "trend" í skýjalausnum á sviði afritunarlausna. Lausnin og Bryggjuborgarinn rann ljúflega niður hjá gestum.