Myndir af viðburðum

 

Vélmennið NAO dansaði fyrir gesti UTmessunnar

Frábær UTmessa að baki. Vélmennið NAO dansaði fyrir gesti sem nutu veitinga frá Crowbar, Lemon og Krás. Tölvuleikir, svalandi drykkir og Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema 2016. Þá hlutum við viðurkenningu fyrir besta básinn og skemmtilegasta básinn á föstudagshluta ráðstefnunnar! Vúp Vúp! Sjáumst á næsta ári!

 

Svarthöfði kíkir í bíó

Svarthöfði mætti á Nýherja sýningu á Star Wars í Egilshöll. Koma Svarthöfða vakti mikla ánægju bíógesta og var frábært upphaf á þessari stórmynd. Sagt er að Svarthöfði hafi verið einstaklega ánægður með myndina og gefur henni 5 stjörnur.

 

Jólastuð í búðinni

Strákarnir í búðinni eru alltaf í stuði, ekki síst í desember. Þá mæta þeir í sérstökum jólafötum í vinnuna. Klárlega best klæddu starfsmenn fyrirtækisins og þótt víðar væri leitað.

 

Jólapeysufílingur

Starfsfólk Nýherja tók sig til eins og fyrri ár og hélt upp á hinn árlega Jólapeysudag. Eins og sjá má voru margar skemmtilegar útgáfur sem starfsfólk dró fram.

 

Næsta bylting í upplýsingatækni

Internet of Things (IoT) er ekki fjarlægur vísindaskáldskapur heldur bláköld staðreynd. Nýherji og IBM voru með puttann á púlsinum og fræddu áhugasama um næstu byltingu í upplýsingatækni. Þá fengu gestir að skoða netvædda og rafdrifna lúxus Teslu.

 

Snillingar framtíðarinnar

Drekarnir úr Vopnafjarðarskóla báru sigur úr býtum í First Lego League, tækni- og hönnunarkeppni grunnskólanemenda, sem haldin var á vegum Háskóla Íslands um helgina. Liðið vann sér þátttökurétt í alþjóðlegri First Lego League keppni, sem fram fer á næsta ári. Alls voru lið úr 20 grunnskólum skráð til leiks, um 200 börn og unglingar. Nýherji er bakhjarl keppninnar.