Myndir af viðburðum

 

CCQ eða Susie q?

Eftir mikla þróun er Focal gæðastjórnunarlausnin komin í skýið. Lausnin nefnist nú CCQ (Cloud Compliance & Quality). Margir gætu eflaust ruglast á lausninn og nafni á lagi Creedence Clearwater Revival, Susie q, en tengin er lítil sem engin nema þá helst að nöfnin eru nokkuð keimlík. Lausnin var kynnt með pompi og prakt á 2 fundum á Nauthóli, ekki veitti af þar sem áhuginn var slíkur. Þar fóru sérfræðingar Nýherja fóru yfir alla kosti og breytingar í CCQ.

 

Suðrænn stemmari á Framadögum

Suðrænir vindar léku um Nýherja básinn á Framadögum. Sumar og sól í formi Lemon drykkja og almennt stuð á bánsum eins og þessar myndir bera með sér.

 

Þýska ofurvélmennið Nox og félagar trylltu UTmessuna 2017

Frábær UTmessa að baki. Þýska ofurvélmennið NOX sló í gegn og NAO dansaði fyrir ráðstefnugesti. Aðrir fengu að skyggnast inn í heim sýndarveruleikans með HoloLens eða prófuðu þráðlausu BB-8 vélmennin. Til að kóróna þetta allt saman þá hlutum við viðurkenningu fyrir skemmtilegasta básinn, Vúp Vúp! Sjáumst á næsta ári!

 

Fjölnir malaði Bose mótið

Bose mótið er var haldið í fimmta sinn og var keppt í 2 riðlum. Þetta árið áttust við sex úrvalsdeildarlið í mótafyrirkomulagi. Fjölnir urðu Bose meistarar 2016 eftir 6-1 stórsigur á Íslandsmeisturum FH. Önnur lið voru Breiðablik, Víkingur, Stjarnan og KR. Viðar Ari Jónsson, leikmaður Fjölnis, skoraði besta mark mótsins, Óskar Örn Hauksson, KR-ingur, varð markakóngur með fjögur mörk og Þórir Guðjónsson, hinn skeinuhætti leikmaður Fjölnis, var valinn besti leikmaður Bose mótsins.

 

Jólastuð

Jólapeysudagurinn er orðinn að skemmtilegri hefð hjá Nýherja, eins og myndirnar bera með sér.

 

Ljósmyndaelítan mætti á Canon hátíð

Canon hátíðin var að venju fjölsótt enda í boði allt það nýjasta fyrir græjuóða Canon ljósmyndara auk spennandi og hressandi fyrirlestra sem komu úr ólíkum áttum. Hér eru myndir frá stærsta ljósmyndaviðburði ársins.