Myndir af viðburðum

 

Rappandi úlfar og Sögu-grín á Haustmóti

Úlfur Úlfur og Saga Garðars héldu uppi fjörinu á Haustmóti Nýherja og dótturfélaga. Þar stilltum við saman strengi allra félaganna í samstæðunni; Nýherja, Tempo, Applicon og TM Software fyrir veturinn. #samsterk

 

Blindur ofurhlaupari heimsækir Nýherja

Við fengum góðan gest rétt fyrir Reykjavíkur maraþonið þegar Simon Wheatcroft, blindur enskur ofurhlaupari, heimsótti okkur. Simon hefur unnið náið með IBM í þróun á appi fyrir hlaupin sín, en það gerir honum mögulegt að hlaupa einn síns liðs, meðal annars 160 km leið yfir eyðimörk Namibíu. Simon lætur fátt stöðva sig og upplýsti að hann hefur í hyggju að taka þátt í þríþraut í Bretlandi á næsta ári.

 

Allir í stuði á golfmóti Nýherja

Golfmót Nýherja er orðið fastur punktur í lífi margra viðskiptavina okkar í ágúst á hverju ári, enda 20 ár frá því að mótið var fyrst haldið. Golfmótið 2016 var haldið í Leirunni í flottu veðri. Jóhann Þorvarðarson vann mótið á 39 punktum (21 punktar á seinni 9 holum). SteinÞór Steinþórsson hafnaði í öðru sæti á 39 punktum (19 punktar á seinni 9 holum). Í þriðja sæti var Bergsveinn Þóararinsson á 37 punktum. Stefán Viðar Grétarsson hafnaði í 4. sæti og Guðfinnur Sævar Jóhannsson í því fimmta. Lengsta teighöggið átti Bergljót Benónýsdóttir á 18. braut.

 

Magnaðir hjólagarpar í Wow keppni

Nýherja liðið fór á kostum í Wow hjólakeppninni 2016. Allir gáfu sig 100% og það voru þreyttir en sælir liðsmenn sem mættu í mark við mikinn fögnuð sinna nánustu og vinnufélaga.

 

Sumarpartí ársins með Retro Stefson

Fullt var út úr dyrum í Listasafni Íslands í gærkvöldi þegar Nýherji hélt þar sumarpartý fyrir viðskiptavini sína. Hljómsveitin Retro Stefson sá um að gestir voru á hreyfingu og var fólk mjög glaðbeitt og má sjá á meðfylgjandi myndum. Retro Stefson gaf í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Skin og hefur myndbandið strax vakið mikla athygli.

 

Vélmenni stýrt með hugarorku

Bluemix og Watson eru öflug stjórntæki þar sem gervigreind ræður ríkjum og netið er alls staðar. IBM hefur unnið ötullega að því að þróa lausnir fyrir upplýsingatækni morgundagsins og svipti hulunni af slíkum lausnum í Iðnó þriðjudaginn 19. apríl. Þar fór Joshua Carr, sérfræðingur frá IBM í Bretlandi, yfir sviðið í lausnum IBM og sýndi eiginleika þess með því að stýra vélmenni með hugarorku. Lausnin mælir heilastarfsemi og forritað er til þess að að "lesa" viðbrögð í heila.