Myndir af viðburðum

 

Vélmenni stýrt með hugarorku

Bluemix og Watson eru öflug stjórntæki þar sem gervigreind ræður ríkjum og netið er alls staðar. IBM hefur unnið ötullega að því að þróa lausnir fyrir upplýsingatækni morgundagsins og svipti hulunni af slíkum lausnum í Iðnó þriðjudaginn 19. apríl. Þar fór Joshua Carr, sérfræðingur frá IBM í Bretlandi, yfir sviðið í lausnum IBM og sýndi eiginleika þess með því að stýra vélmenni með hugarorku. Lausnin mælir heilastarfsemi og forritað er til þess að að "lesa" viðbrögð í heila.

 

Krummar, spóar, haukar og Canon

Tæplega 100 manns mættu í Nýherja þegar Canon og Fuglavernd efndu til viðburðar þar sem öflugir fuglaljósmyndarar sýndu ljósmyndir auk þess sem veitt var fræðsla um fuglaljósmyndun. Á viðburðinum sýndu þau Alex Máni, Elma Benediktsdóttir, Finnur Andrésson og Sindri Skúlason magnaðar fuglamyndir og sögðu sögurnar á bak við þær. Þá kynnti Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar og fuglaljósmyndari, félagið í stuttu máli og fór í siðfræði fuglaljósmyndunar. Í samstarfi við Canon Europe sýndum við aðdráttarlinsur, m.a. Canon EF 200-400mm f/4L IS USM Extender 1.4X og Canon EF 500mm f/4L IS II USM o.fl. Þá var nýjasta flaggskip Canon ,EOS-1D X Mark II, á staðnum

 

Sigurvegarar sem treysta á Canon

Nýherji, umboðsaðili Canon á Íslandi, óskar verðlaunahöfum í Myndum ársins 2015, keppni Blaðaljósmyndarafélags Íslands, til hamingju með glæsilegar verðlaunamyndir. Mynd Eyþórs Árnasonar var valin mynd ársins auk þess sem hún var einnig valin tímaritamynd ársins. Alls voru veitt verðlaun í sjö flokkum, auk Eyþórs fékk Kristinn Magnússon verðlaun fyrir bestu myndir í fréttaflokki og portrett flokki, Heiða Helgadóttir fékk verðlaun fyrir bestu mynd í flokknum daglegt líf og fyrir bestu myndröð, Eggert Jóhannesson átti bestu íþróttamynd ársins og Haraldur Þór Stefánsson tók bestu umhverfismynd ársins Sjá má ljósmyndarana og myndirnar sem unnu hér fyrir neðan

 

Vélmennið NAO dansaði fyrir gesti UTmessunnar

Frábær UTmessa að baki. Vélmennið NAO dansaði fyrir gesti sem nutu veitinga frá Crowbar, Lemon og Krás. Tölvuleikir, svalandi drykkir og Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema 2016. Þá hlutum við viðurkenningu fyrir besta básinn og skemmtilegasta básinn á föstudagshluta ráðstefnunnar! Vúp Vúp! Sjáumst á næsta ári!

 

Svarthöfði kíkir í bíó

Svarthöfði mætti á Nýherja sýningu á Star Wars í Egilshöll. Koma Svarthöfða vakti mikla ánægju bíógesta og var frábært upphaf á þessari stórmynd. Sagt er að Svarthöfði hafi verið einstaklega ánægður með myndina og gefur henni 5 stjörnur.

 

Snillingar framtíðarinnar

Drekarnir úr Vopnafjarðarskóla báru sigur úr býtum í First Lego League, tækni- og hönnunarkeppni grunnskólanemenda, sem haldin var á vegum Háskóla Íslands um helgina. Liðið vann sér þátttökurétt í alþjóðlegri First Lego League keppni, sem fram fer á næsta ári. Alls voru lið úr 20 grunnskólum skráð til leiks, um 200 börn og unglingar. Nýherji er bakhjarl keppninnar.