Myndir af viðburðum

 

Fjölnir malaði Bose mótið

Bose mótið er var haldið í fimmta sinn og var keppt í 2 riðlum. Þetta árið áttust við sex úrvalsdeildarlið í mótafyrirkomulagi. Fjölnir urðu Bose meistarar 2016 eftir 6-1 stórsigur á Íslandsmeisturum FH. Önnur lið voru Breiðablik, Víkingur, Stjarnan og KR. Viðar Ari Jónsson, leikmaður Fjölnis, skoraði besta mark mótsins, Óskar Örn Hauksson, KR-ingur, varð markakóngur með fjögur mörk og Þórir Guðjónsson, hinn skeinuhætti leikmaður Fjölnis, var valinn besti leikmaður Bose mótsins.

 

Jólastuð

Jólapeysudagurinn er orðinn að skemmtilegri hefð hjá Nýherja, eins og myndirnar bera með sér.

 

Ljósmyndaelítan mætti á Canon hátíð

Canon hátíðin var að venju fjölsótt enda í boði allt það nýjasta fyrir græjuóða Canon ljósmyndara auk spennandi og hressandi fyrirlestra sem komu úr ólíkum áttum. Hér eru myndir frá stærsta ljósmyndaviðburði ársins.

 

Hryllingsdagar í verslun Nýherja

Það var hrollvekjandi hrekkjavöku upplifun í verslun Nýherja Borgartúni 37 í lok október. Eins og margir muna frá síðustu jólum (http://bit.ly/2fefqBO) taka strákarnir í versluninni hátíðisdaga mjög alvarlega með tilheyrandi klæðaburði og hrollvekjandi skreytingum.

 

Gervigreindarsprenging

Tíminn sem við lifum er líklega einn sá allra mest spennandi sem mannkynið hefur upplifað, sagði Adam Cheyer á ráðstefnu Nýherja um gervigreind. "Við erum í miðri gervigreindarsprengingu," sagði Adam meðal annars í erindi sem sló heldur betur í gegn.

 

Sjötíu og sjö bleikar sjálfsmyndir

Október er mánuður Bleiku slaufunnar og árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum. Að sjálfssögðu tóku starfsmenn þátt og klæddust bleiku til tákns um samstöðu í baráttunni gegn krabbameini.