Tilkynningar

Um Bose Connect

21.04.2017

Vegna umfjöllunar um smáforritið Bose Connect vill Bose koma því á framfæri að fyrirtækið hlerar ekki samskipti, selur ekki né safnar upplýsingum út frá nafni notenda. Nánari upplýsingar eru á Facebook síðu Bose.

Villa við uppfærslu á Windows 10 stýrikerfinu á Lenovo tölvubúnaði

31.08.2016

Unnið er að varanlegri lausn en hægt er að leysa vandamálið með því að fara inn í BIOS og aftengja „Secure boot“. Fylgja má leiðbeiningum frá Lenovo á ensku hér.

Möguleg öryggisglufa í Bios

09.08.2016

Fundist hefur villa í skriftu frá Intel sem veikir öryggi pc véla í gegnum bios og er villan þess eðlis að hana ber að taka alvarlega þó að með réttri meðhöndlun sé öryggi tryggt. Hér er um að ræða villu sem hefur áhrif

Uppfærsla fyrir LG snertiskjá í YOGA 3-1470 og YOGA 700 14ISK

08.08.2016

Upp hefur komið vandamál í snertivirkni á tilteknum skjám frá LG.

 

Sumaropnun móttöku

30.05.2016

Móttaka Nýherja í Borgartúni 37 verður opin frá kl 8-16 frá 6. júní til og með 5. ágúst. Þjónustuver/símsvörun verður áfram með hefðbundinn opnunartíma, frá kl 9-17.

Villa í EMC hugbúnaði Lenovo fartölva

12.05.2016

Vakin er athygli á að til staðar er á villu í EMC hugbúnaði sem fygldi sumum ThinkPad fartölvum og valdið getur hægagangi á þeim og miklu álagi á netkerfi.