Fréttir

EBITDA 586 mkr á fyrstu 9 mánuðum ársins
24.10.14

EBITDA 586 mkr á fyrstu 9 mánuðum ársins

„Jákvæð umskipti hafa orðið á afkomu Nýherjasamstæðunnar á árinu, en 137 mkr hagnaður er á starfseminni fyrstu 9 mánuði ársins í stað ríflega eins milljarðs króna taps í fyrra. Hagnaður var 12 mkr á þriðja ársfjórðungi, sem er undir væntingum en reksturinn á fyrstu 9 mánuðum ársins er á áætlun," segir Finnur Oddsson forstjóri Nýherja.
Nánar

Hvaða vörur bera vörugjöld?
23.10.14

Hvaða vörur bera vörugjöld?

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð að almenn vörugjöld verði afnumin 1. janúar 2015. Það þýðir að verð á slíkum vörum mun lækka um allt að 20%. Athygli er vakin á því að engin vörugjöld eru á myndavélum, tölvubúnaði eða tölvuskjám, svo dæmi séu tekin.
Nánar

Hýsum miðlæg kerfi Festi
16.10.14

Hýsum miðlæg kerfi Festi

Festi hf., sem sérhæfir sig í rekstri verslunarfyrirtækja, hefur valið að hýsa miðlæg upplýsingatæknikerfi sín hjá Nýherja.
Nánar

Tekur sæti í framkvæmdastjórn Nýherja
10.10.14

Tekur sæti í framkvæmdastjórn Nýherja

Dröfn Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Nýherja, hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn félagsins.
Nánar

Vilja bjóða starfsfólki það besta - Síminn velur Lenovo
08.10.14

Vilja bjóða starfsfólki það besta - Síminn velur Lenovo

Síminn hefur ákveðið að velja Lenovo X1 Carbon fartölvur frá Nýherja fyrir starfsfólk sitt.
Nánar

Jóðlandi sérfræðingar
03.10.14

Jóðlandi sérfræðingar

Farið var um víðan völl á Kjarnalausnum kerfisstjórans á Kex, allt frá netþjónum, sýndarvæðingu og afritun í bland við kaffi, bjór, bratwurst, súrkál og jóðlandi sérfræðinga frá Nýherja.
Nánar

Ætla að verða stærstir í heimi
02.10.14

Ætla að verða stærstir í heimi

„Fyrir tíu árum seldum við bara PC tölvur í Kína. Í dag seljum við PC tölvur, spjaldtölvur, farsíma og margt fleira út um allan heim. Næstu fimm ár verða jafnvel enn stærri. Við urðum stærst í sölu PC tölva í heiminum á síðustu fimm árum og á næstu fimm árum er ég fullviss um að við verðum stærst á öllum sviðum," segir David McQuarrie framkvæmdastjóri Lenovo N-Evrópu í samtali við Viðskiptablaðið.
Nánar

Verslun Nýherja lokar kl. 17 á föstudaginn
02.10.14

Verslun Nýherja lokar kl. 17 á föstudaginn

Við opnum aftur á laugardaginn kl. 11:00. Við minnum á að það er alltaf opið í netverslun.is
Nánar

Kex-ruglað Lenovo partí
30.09.14

Kex-ruglað Lenovo partí

Stuðið var á Kexland þegar Lenovo hélt ráðstefnu með David McQuarrie, framkvæmdastjóra Lenovo N-Evrópu, og tæknihetjunum Kevin Beck og Lee Highsmith frá Lenovo Bandaríkjunum. Í hlénu var pöddusnakk (orkustöng úr krybbum) í boði fyrir gesti.
Nánar

Ein helsta Youtube stjarna Lenovo á klakann
23.09.14

Ein helsta Youtube stjarna Lenovo á klakann

Ein helsta Youtube stjarna Lenovo tölvufyrirtækisins verður gestur á ráðstefnu Nýherja sem haldin verður á Kex á föstudaginn.
Nánar

Fyrirspurn