Markaðsnördar sameinuðust

Markaðsnördar sameinuðust

Markaðsfræðin og upplýsingatækin runnu saman á ráðstefnu Nýherja, Verkfærakassi markaðsfólksins, sem fram fór á Hilton. Þar var rýnt í mælaborð markaðsmála, ofurtölvuna Watson og netverslun framtíðarinnar.
skoða

Alvöru Canon hátíð

Alvöru Canon hátíð

Jólin komu í nóvember hjá ljósmynda- og kvikmyndagerðarfólki þegar Canon hátíðin hófst í Hörpu. Þar sögðu íslenskir og erlendir ljósmyndarar og kvikmyndagerðamenn frá verkefnum sem þeir hafa unnið. Á sýningunni gátu gestir skoðað og prófað mikið úrval af Canon ljósmynda, töku- og prentbúnaði auk auk linsubúnaðar í öllum stærðum og gerðum. Þetta var viðburður sem enginn áhuga- eða atvinnumaður í ljósmyndun og kvikmyndagerð lét fram hjá sér fara.
skoða

Brjálaðir hakkarar

Brjálaðir hakkarar

Það var sannarlega mikil eftirvæting þegar tölvuhetjurnar Dave Chronister, Johnny Xmas og fleiri kíktu við á BSides öryggisráðstefnu Nýherja og létu ljós sitt skína. Gestir urðu svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum og stóð BSides Iceland svo sannarlega undir nafni sem harðkjarna öryggisráðstefna. http://goo.gl/OgB0L8
skoða

NÝTT MÓT NÝHERJA

NÝTT MÓT NÝHERJA

Nýherji hélt árlegan haustfagnað í Austurbæ síðastliðinn föstudag. Starfsfólk Nýherja, TM Software og Applicon Iceland nutu þar góðra veitinga og skemmtu sér hið besta. Litið var yfir farinn veg frá síðasta haustmóti og svo auðvitað horft til framtíðar. Ari Eldjárn sá um upphitun og sérstakur gestur var framkvæmdastjóri CCP, Hilmar Veigar Pétursson.
skoða

Jóðlandi sérfræðingar

Jóðlandi sérfræðingar

Farið verður um víðan völl á Kjarnalausnum kerfisstjórans á Kex, allt frá netþjónum, sýndarvæðingu og afritun í bland við kaffi, bjór, bratwurst, súrkál og jóðlandi sérfræðinga frá Nýherja.
skoða

Kex-ruglað Lenovo partí

Kex-ruglað Lenovo partí

Stuðið var á Kexland þegar Lenovo hélt ráðstefnu með David McQuarrie, framkvæmdastjóra Lenovo N-Evrópu, og tæknihetjunum Kevin Beck og Lee Highsmith frá Lenovo Bandaríkjunum. Í hlénu var pöddusnakk (orkustöng úr krybbum) í boði fyrir gesti. Að ráðstefnu lokinni ætlaði þakið hreinlega að rifna af húsinu þegar Low Roar, Pétur Ben, Agent Fresco og Dimma keyrðu stuðið í botn.
skoða

Mögnuð skólaráðstefna

Mögnuð skólaráðstefna

Skólaráðstefna Microsoft og Nýherja sló heldur betur í gegn en hátt í 400 gestir hlýddu á stórfróðleg erindi og kíktu á nýjustu græjurnar fyrir skóla.
skoða

Sigurstund í WOW Cyclothon

Sigurstund í WOW Cyclothon

TEAM Nýherji hafnaði í 3. sæti í 10 liða keppni í WOW Cylothon hjólreiðakepninni. Liðið náði 3. sætinu á síðustu stundu eftir magnaðan lokasprett þar sem liðsmenn- og konur gáfu allt í botn. Árangur er ótrúlegur og framar öllum vonum. Innilega til hamingu.
skoða

Allir í þrumustuði

Allir í þrumustuði

Það var þrumustuð í sumarpartíi Nýherja, TM Software og Applicon á Kjarvalsstöðum, veðrið lék við gesti og innandyra var hægt að spila PS4 í 3D Sony sjónvarpi, kíkja í Slow Motion Photo Booth eða í skella sér í sýndarveruleika Oculus Rift.
skoða

Diskó keila og APC

Diskó keila og APC

APC og Nýherji hafa átt frábært samstarf síðustu 25 ár. Af því tilefni var blásið í flotta afmælisveislu í Keiluhöllinni þar sem helstu viðskiptavinum var boðið í diskókeilu. APC framleiðir varaaflgjafa, rekka, skápalausnir, kælitæki og margs konar stjórnbúnað fyrir tölvusali, byggingar og iðnaðarstarfsemi.
skoða

Fyrirspurn