NÝTT MÓT NÝHERJA

NÝTT MÓT NÝHERJA

Nýherji hélt árlegan haustfagnað í Austurbæ síðastliðinn föstudag. Starfsfólk Nýherja, TM Software og Applicon Iceland nutu þar góðra veitinga og skemmtu sér hið besta. Litið var yfir farinn veg frá síðasta haustmóti og svo auðvitað horft til framtíðar. Ari Eldjárn sá um upphitun og sérstakur gestur var framkvæmdastjóri CCP, Hilmar Veigar Pétursson.
skoða

Jóðlandi sérfræðingar

Jóðlandi sérfræðingar

Farið verður um víðan völl á Kjarnalausnum kerfisstjórans á Kex, allt frá netþjónum, sýndarvæðingu og afritun í bland við kaffi, bjór, bratwurst, súrkál og jóðlandi sérfræðinga frá Nýherja.
skoða

Kex-ruglað Lenovo partí

Kex-ruglað Lenovo partí

Stuðið var á Kexland þegar Lenovo hélt ráðstefnu með David McQuarrie, framkvæmdastjóra Lenovo N-Evrópu, og tæknihetjunum Kevin Beck og Lee Highsmith frá Lenovo Bandaríkjunum. Í hlénu var pöddusnakk (orkustöng úr krybbum) í boði fyrir gesti. Að ráðstefnu lokinni ætlaði þakið hreinlega að rifna af húsinu þegar Low Roar, Pétur Ben, Agent Fresco og Dimma keyrðu stuðið í botn.
skoða

Mögnuð skólaráðstefna

Mögnuð skólaráðstefna

Skólaráðstefna Microsoft og Nýherja sló heldur betur í gegn en hátt í 400 gestir hlýddu á stórfróðleg erindi og kíktu á nýjustu græjurnar fyrir skóla.
skoða

Sigurstund í WOW Cyclothon

Sigurstund í WOW Cyclothon

TEAM Nýherji hafnaði í 3. sæti í 10 liða keppni í WOW Cylothon hjólreiðakepninni. Liðið náði 3. sætinu á síðustu stundu eftir magnaðan lokasprett þar sem liðsmenn- og konur gáfu allt í botn. Árangur er ótrúlegur og framar öllum vonum. Innilega til hamingu.
skoða

Allir í þrumustuði

Allir í þrumustuði

Það var þrumustuð í sumarpartíi Nýherja, TM Software og Applicon á Kjarvalsstöðum, veðrið lék við gesti og innandyra var hægt að spila PS4 í 3D Sony sjónvarpi, kíkja í Slow Motion Photo Booth eða í skella sér í sýndarveruleika Oculus Rift.
skoða

Diskó keila og APC

Diskó keila og APC

APC og Nýherji hafa átt frábært samstarf síðustu 25 ár. Af því tilefni var blásið í flotta afmælisveislu í Keiluhöllinni þar sem helstu viðskiptavinum var boðið í diskókeilu. APC framleiðir varaaflgjafa, rekka, skápalausnir, kælitæki og margs konar stjórnbúnað fyrir tölvusali, byggingar og iðnaðarstarfsemi.
skoða

Glímukóngurinn gegn Gunnari Nelson

Glímukóngurinn gegn Gunnari Nelson

Pétur Eyþórsson, margfaldur Íslandsmeistari í glímu og UT ofursérfræðingur hjá Nýherja, atti kappi við sjálfan Gunnar Nelson í uppgjafarglímu á EVE OF DESTRUCTION, sem er hluti af EVE Fanfest hjá CCP, í kvöld. Eins og sjá má á myndunum fór vel á með þeim Pétri og Gunnari fyrir bardagann, þar sem Pétur kenndi Gunnari meðal annars nokkur brögð í íslensku glímunni. Það var svo troðfullur Eldborgarsalur sem fylgist með Gunnari og Pétri leika listir sínar í búrinu. Svo fór að Gunnar hafði betur eftir harða rimmu. Gunnar keppti við fjöldan allan af andstæðingum á EVE OF DESTRUCTION og hafði að lokum betur í öll skiptin þrátt fyrir góðan ásetning og mikinn baráttuvilja andstæðinga hans.
skoða

Vel stilltir "hljóðnördar" og fyrirmenni

Vel stilltir "hljóðnördar" og fyrirmenni

Jóhanna Guðrún, Davíð Sigurgeirsson og Eyþór Ingi stigu á svið og framkölluðu dásamlega hljóma á meðan Nýherji kynnti nýjustu hljóðgræjurnar frá Yamaha og skjái frá NEC. Frábær skemmtun þar sem ráðstefnusalur Nýherja var sjóðheitur!
skoða

Tölvurnar í lífi Þorsteins Guðmundssonar

Tölvurnar í lífi Þorsteins Guðmundssonar

Stórtölvan IBM Mainframe er 50 ára. Í tilefni af þessu stórafmæli hélt IBM og Nýherji ráðstefnu og afmælisveislu. Ekki skemmdi fyrir að grínkóngurinn Þorsteinn Guðmundsson tók nokkra létta spretti fyrir í upphafi ráðstefnu til þess að koma öllum í gott stuð.
skoða

Fyrirspurn