Vel stilltir "hljóðnördar" og fyrirmenni

Vel stilltir "hljóðnördar" og fyrirmenni

Jóhanna Guðrún, Davíð Sigurgeirsson og Eyþór Ingi stigu á svið og framkölluðu dásamlega hljóma á meðan Nýherji kynnti nýjustu hljóðgræjurnar frá Yamaha og skjái frá NEC. Frábær skemmtun þar sem ráðstefnusalur Nýherja var sjóðheitur!
skoða

Tölvurnar í lífi Þorsteins Guðmundssonar

Tölvurnar í lífi Þorsteins Guðmundssonar

Stórtölvan IBM Mainframe er 50 ára. Í tilefni af þessu stórafmæli hélt IBM og Nýherji ráðstefnu og afmælisveislu. Ekki skemmdi fyrir að grínkóngurinn Þorsteinn Guðmundsson tók nokkra létta spretti fyrir í upphafi ráðstefnu til þess að koma öllum í gott stuð.
skoða

Snjall-morgunverðarfundur

Snjall-morgunverðarfundur

Fjöldi lagði leið sína í Borgartúnið til að hlýða á afar vel sóttan morgunverðarfund Applicon í samstarfi við TM Software og Nýherja um snjalllausnir fyrir fyrirtækjamarkað. Jan, Hannes, Gunnlaugur, Ólafur og Einar lögðu á borð stórmerkilega fræðslu um hvernig hægt sé að bæta samskipti, efla upplýsingaflæði, einfalda vinnuferla og auka hagræði með snjalllausnum. Takk fyrir komuna!
skoða

Stórsnjallar lausnir á Akureyri

Stórsnjallar lausnir á Akureyri

Það var pakkað út úr dyrum á Stórsnjöllum lausnum Nýherja, ráðstefnu í Hofi 3. apríl. Þar var borið á borð allt það heitasta í upplýsingatækni; öryggismál, „Bring Your Own Device stefnu“, umhverfisvænar prentlausnir, Windows 8.1 og lífsstílstækni. Þá gátu gestir séð þrívíddarprentara að störfum og prófað rússíbana með Oculus Rift sýndarveruleikagleraugum.
skoða

Pool og Píla

Pool og Píla

Nýherji bauð þyrstum og svöngum IBM-urum í pool og pílu á hinum rómaða Classic Rock sportbar eftir vel heppnaða ráðstefnu um Kjarnalausnir Kerfisstjórans. Gríðarlega mikil þátttaka var í pílukeppninni og voru sigurvegarar krýndir í lok kvöldsins eftir mikla baráttu og leystir út með glæsilegum vinningum.
skoða

Lenovo stuð á RIMC

Lenovo stuð á RIMC

Nýherji var í gjafastuði á RIMC (Reykjavik Internet Marketing Conference) þar sem við gáfum gestum kost á því að vinna sér inn Lenovo IdeaPad spjaldtölvu.
skoða

Ofurstuð á UTmessu 2014

Ofurstuð á UTmessu 2014

Fjörið var hjá Nýherja og TM Software á UTmessunni; Oculus Rift sýndargleraugu, 3D prentari, fussball borð, erindi um PCI staðal í sýndarumhverfi, helíum blöðrur, hönnunarkeppni verkfræðinema, Lego hönnunarkeppni, forritunarkeppni framhaldsskólanna og Joe and the Juice í dúndrandi stuði. Þá stóð Nýherji að komu Lars Mikkelgaard Jensen forstjóra IBM í Danmörku, sem hélt upphafserindi ráðstefnunnar. Þá má ekki gleyma kokteilnum þar sem hulunni var svipt af Nýherja bjórnum 2014. Sjáumst að ári.
skoða

Öryggi og kræsingar

Öryggi og kræsingar

Það var þröng á þingi þegar Nýherji hélt sannkallaða morgunverðarveislu um öryggismál. Veitingastaðurinn Le Bistro töfraði fram ekta franska morgunverðarrétti og sérfræðingar frá Nýherja og fleiri fyrirtækjum báru á borð það allra nýjasta í öryggismálum í upplýsingatækni. Bon appetit.
skoða

Frábær Windows 8.1 messa

Frábær Windows 8.1 messa

Fjöldi lagði leið sína í Nýherja til að hlýða á Henrik Nielsen, Microsoft sérfræðing frá Also og Salsa áhugamann, um Windows 8.1. Gestir fengu að kíkja á græjur með Windows 8.1 og svo var horft á Ísland - Spánn, þar sem dramatíkin var fram eftir öllum leik.
skoða

RAX sprengdi kofann

RAX sprengdi kofann

Smekkfullt var út úr dyrum á myndasýningarkvöldi RAX (Ragnar Axelsssonar) ljósmyndara hjá Nýherja, og Canon á Íslandi.
skoða

Fyrirspurn