Mögnuð skólaráðstefna

Mögnuð skólaráðstefna

Skólaráðstefna Microsoft og Nýherja sló heldur betur í gegn en hátt í 400 gestir hlýddu á stórfróðleg erindi og kíktu á nýjustu græjurnar fyrir skóla.
skoða

Sigurstund í WOW Cyclothon

Sigurstund í WOW Cyclothon

TEAM Nýherji hafnaði í 3. sæti í 10 liða keppni í WOW Cylothon hjólreiðakepninni. Liðið náði 3. sætinu á síðustu stundu eftir magnaðan lokasprett þar sem liðsmenn- og konur gáfu allt í botn. Árangur er ótrúlegur og framar öllum vonum. Innilega til hamingu.
skoða

Allir í þrumustuði

Allir í þrumustuði

Það var þrumustuð í sumarpartíi Nýherja, TM Software og Applicon á Kjarvalsstöðum, veðrið lék við gesti og innandyra var hægt að spila PS4 í 3D Sony sjónvarpi, kíkja í Slow Motion Photo Booth eða í skella sér í sýndarveruleika Oculus Rift.
skoða

Diskó keila og APC

Diskó keila og APC

APC og Nýherji hafa átt frábært samstarf síðustu 25 ár. Af því tilefni var blásið í flotta afmælisveislu í Keiluhöllinni þar sem helstu viðskiptavinum var boðið í diskókeilu. APC framleiðir varaaflgjafa, rekka, skápalausnir, kælitæki og margs konar stjórnbúnað fyrir tölvusali, byggingar og iðnaðarstarfsemi.
skoða

Glímukóngurinn gegn Gunnari Nelson

Glímukóngurinn gegn Gunnari Nelson

Pétur Eyþórsson, margfaldur Íslandsmeistari í glímu og UT ofursérfræðingur hjá Nýherja, atti kappi við sjálfan Gunnar Nelson í uppgjafarglímu á EVE OF DESTRUCTION, sem er hluti af EVE Fanfest hjá CCP, í kvöld. Eins og sjá má á myndunum fór vel á með þeim Pétri og Gunnari fyrir bardagann, þar sem Pétur kenndi Gunnari meðal annars nokkur brögð í íslensku glímunni. Það var svo troðfullur Eldborgarsalur sem fylgist með Gunnari og Pétri leika listir sínar í búrinu. Svo fór að Gunnar hafði betur eftir harða rimmu. Gunnar keppti við fjöldan allan af andstæðingum á EVE OF DESTRUCTION og hafði að lokum betur í öll skiptin þrátt fyrir góðan ásetning og mikinn baráttuvilja andstæðinga hans.
skoða

Vel stilltir "hljóðnördar" og fyrirmenni

Vel stilltir "hljóðnördar" og fyrirmenni

Jóhanna Guðrún, Davíð Sigurgeirsson og Eyþór Ingi stigu á svið og framkölluðu dásamlega hljóma á meðan Nýherji kynnti nýjustu hljóðgræjurnar frá Yamaha og skjái frá NEC. Frábær skemmtun þar sem ráðstefnusalur Nýherja var sjóðheitur!
skoða

Tölvurnar í lífi Þorsteins Guðmundssonar

Tölvurnar í lífi Þorsteins Guðmundssonar

Stórtölvan IBM Mainframe er 50 ára. Í tilefni af þessu stórafmæli hélt IBM og Nýherji ráðstefnu og afmælisveislu. Ekki skemmdi fyrir að grínkóngurinn Þorsteinn Guðmundsson tók nokkra létta spretti fyrir í upphafi ráðstefnu til þess að koma öllum í gott stuð.
skoða

Snjall-morgunverðarfundur

Snjall-morgunverðarfundur

Fjöldi lagði leið sína í Borgartúnið til að hlýða á afar vel sóttan morgunverðarfund Applicon í samstarfi við TM Software og Nýherja um snjalllausnir fyrir fyrirtækjamarkað. Jan, Hannes, Gunnlaugur, Ólafur og Einar lögðu á borð stórmerkilega fræðslu um hvernig hægt sé að bæta samskipti, efla upplýsingaflæði, einfalda vinnuferla og auka hagræði með snjalllausnum. Takk fyrir komuna!
skoða

Stórsnjallar lausnir á Akureyri

Stórsnjallar lausnir á Akureyri

Það var pakkað út úr dyrum á Stórsnjöllum lausnum Nýherja, ráðstefnu í Hofi 3. apríl. Þar var borið á borð allt það heitasta í upplýsingatækni; öryggismál, „Bring Your Own Device stefnu“, umhverfisvænar prentlausnir, Windows 8.1 og lífsstílstækni. Þá gátu gestir séð þrívíddarprentara að störfum og prófað rússíbana með Oculus Rift sýndarveruleikagleraugum.
skoða

Pool og Píla

Pool og Píla

Nýherji bauð þyrstum og svöngum IBM-urum í pool og pílu á hinum rómaða Classic Rock sportbar eftir vel heppnaða ráðstefnu um Kjarnalausnir Kerfisstjórans. Gríðarlega mikil þátttaka var í pílukeppninni og voru sigurvegarar krýndir í lok kvöldsins eftir mikla baráttu og leystir út með glæsilegum vinningum.
skoða

Fyrirspurn