Fréttir

Meniga velur Nýherja
05.01.15

Meniga velur Nýherja

Meniga og Nýherji hafa gert samkomulag um víðtækt samstarf félaganna, en Nýherji mun annast hýsingu og rekstur á netþjónaumhverfi Meniga á Íslandi auk þess að reka netþjónaumhverfi fyrir viðskiptavin Meniga í erlendu tölvuskýi. Þá nær samstarf fyrirtækjanna til fleiri verkefna á sviði upplýsingatækni.
Nánar

Styrkir TEMPO með kaupum á FOLIO
11.12.14

Styrkir TEMPO með kaupum á FOLIO

TM Software, dótturfyrirtæki Nýherja, hefur gert samkomulag um kaup á FOLIO hugbúnaðarlausn frá kanadíska fyrirtækinu Kitologic Inc. Með kaupunum mun TEMPO Timesheets, Tempo Planner og Tempo Books, sem eru markaðsleiðandi hugbúnaðarlausnir fyrir verkumsjón, verkefnastjórnun, fjárhagsáætlanagerð og skýrslugerð fyrir Atlassian JIRA, bæta við sig fjárhagslausnum og skapa öfluga heildarlausn fyrir fyrirtæki.
Nánar

05.11.14

Þrotabú Roku ehf. fellir niður dómsmál

Um miðjan janúar 2011 höfðaði þrotabú Roku ehf. mál á hendur Nýherja hf. til riftunar á kaupsamningnum um ráðstöfun tiltekinna eigna samhliða því að Nýherji hf. tók yfir rekstur félaganna Skyggnis ehf., TMS Origo ehf., EMR ehf., Vigor ehf., Viðju ehf., TM Software ITP ehf. og Theriak Medication Management ehf., úr höndum dótturfélags síns, Roku ehf. (áður TM Software ehf.).
Nánar

EBITDA 586 mkr á fyrstu 9 mánuðum ársins
24.10.14

EBITDA 586 mkr á fyrstu 9 mánuðum ársins

„Jákvæð umskipti hafa orðið á afkomu Nýherjasamstæðunnar á árinu, en 137 mkr hagnaður er á starfseminni fyrstu 9 mánuði ársins í stað ríflega eins milljarðs króna taps í fyrra. Hagnaður var 12 mkr á þriðja ársfjórðungi, sem er undir væntingum en reksturinn á fyrstu 9 mánuðum ársins er á áætlun," segir Finnur Oddsson forstjóri Nýherja.
Nánar

Tekur sæti í framkvæmdastjórn Nýherja
10.10.14

Tekur sæti í framkvæmdastjórn Nýherja

Dröfn Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Nýherja, hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn félagsins.
Nánar

Verslun Nýherja lokar kl. 17 á föstudaginn
02.10.14

Verslun Nýherja lokar kl. 17 á föstudaginn

Við opnum aftur á laugardaginn kl. 11:00. Við minnum á að það er alltaf opið í netverslun.is
Nánar

Nýtt skipulag Nýherja
27.08.14

Nýtt skipulag Nýherja

Nýherji hf. kynnir í dag nýtt skipulag fyrir starfsemi félagsins. Með nýju skipulagi er félagið að auka hagkvæmni í rekstri og efla áherslu á þróun og sölu lausna, mannauðsmál og þjónustu við endursöluaðila.
Nánar

69 mkr heildarhagnaður á öðrum ársfjórðungi
25.07.14

69 mkr heildarhagnaður á öðrum ársfjórðungi

Heildarhagnaður Nýherja á öðrum ársfjórðungi nam 69 mkr og 125 mkr á fyrri árshelmingi. EBITDA nam 207 mkr á öðrum ársfjórðungi og 398 mkr á fyrri árshelmingi.
Nánar

25.07.14

Lokað hlutafjárútboð til starfsfólks og stjórnarmanna Nýherjasamstæðunnar

Á aðalfundi Nýherja hf. hinn 14. mars 2014 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að hækka hlutafé félagsins um allt að 150 milljónir hluta með sölu nýrra hlutabréfa sbr. 41.gr. hlutafélagalaga
Nánar

Tækjaleigan seld til Sonik Tækni
03.06.14

Tækjaleigan seld til Sonik Tækni

Nýherji hf. hefur gengið frá sölu á starfsemi Tækjaleigu Nýherja til Sonik Tækni ehf., sem tekur yfir reksturinn þann 15. júní nk. Kaupverð er trúnaðarmál en salan hefur óveruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu Nýherja á árinu.
Nánar

Jákvæður viðsnúningur
30.04.14

Jákvæður viðsnúningur

Nýherji skilaði 56 mkr heildarhagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins. Afkoman í heild er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Nánar

Nýherji selur starfsemi Applicon í Danmörku
25.03.14

Nýherji selur starfsemi Applicon í Danmörku

Nýherji hf. hefur selt starfsemi félaganna Applicon A/S og Applicon Solutions A/S í Danmörku. Kaupandinn er Ciber A/S í Danmörku, sem er hluti af Ciber Inc. og er samstæða fyrirtækja á sviði upplýsingatækni.
Nánar

Niðurstöður aðalfundar
18.03.14

Niðurstöður aðalfundar

Aðalfundur Nýherja fór fram fram í ráðstefnusal Nýherja.
Nánar

Tveir nýir í aðalstjórn Nýherja
14.03.14

Tveir nýir í aðalstjórn Nýherja

Ágúst Sindri Karlsson og Loftur Bjarni Gíslason koma nýir í aðalstjórn Nýherja hf. en aðalfundur félagsins fór fram í dag.
Nánar

Aðalfundur 14. mars - Gögn og upplýsingar
05.03.14

Aðalfundur 14. mars - Gögn og upplýsingar

Aðalfundur Nýherja hf. verður haldinn í ráðstefnusal félagsins að Borgartúni 37, Reykjavík, föstudaginn 18. febrúar nk. kl. 16:00.
Nánar

Fyrirspurn