Dótturfélög

Samstæða félaga í upplýsingatækni

Nýherji hf. er móðurfélag samstæðunnar. Það annast sölu og tæknilega ráðgjöf á vél- og hugbúnaðarlausnum, hljóð- og myndlausnum, uppsetningu og rekstur upplýsingatæknilausna.

Hjá Nýherja starfa um 300 manns en hjá Nýherjasamstæðunni hérlendis og erlendis starfa um 600 manns (2011).

Dótturfélög Nýherja:

Applicon er norrænt ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki á sviði viðskiptahugbúnaðar, með áherslu á SAP, Calypso og Microsoft lausnir. Appliconfélögin eru fjögur talsins, tvö eru starfrækt í Danmörku, eitt í Svíþjóð og eitt á Íslandi. Þá er rekin söluskrifstofa í Bretlandi. Stöðugildi voru 162 á árinu 2010.

TM Software er hugbúnaðarfélag sem sérhæfir sig í veflausnum, vefgáttum, samþættingarlausnum, viðskiptagreind og stjórnun viðskiptatengsla (CRM) auk EMR hugbúnaðarlausna á heilbrigðissviði. Stöðugildi voru 70 á árinu 2010.

TM Software ehf.
Fyrirspurn