Dótturfélög

Samstæða félaga í upplýsingatækni

Nýherji hf. er móðurfélag samstæðunnar. Það annast sölu og tæknilega ráðgjöf á vél- og hugbúnaðarlausnum, hljóð- og myndlausnum, uppsetningu og rekstur upplýsingatæknilausna.

Hjá Nýherja starfa um 270 manns en hjá Nýherjasamstæðunni hérlendis og erlendis starfa um 470 manns.

Dótturfélög Nýherja:

Applicon er norrænt ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki á sviði viðskiptahugbúnaðar sem leggur áherslu á valdar atvinnugreinar sem byggja á lausnum frá SAP, Calypso og Advent, ásamt eigin hugbúnaði. Hjá Applicon starfa um 100 manns. 

Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software sérhæfir sig í framleiðslu á eigin hugbúnaðarvörum og veitir þjónustu og ráðgjöf um sérhæfðar hugbúnaðarlausnir fyrir viðskiptavini. Hjá TM Software starfa um 67 manns. TM Software ehf. 

 


TEMPO verkefnaumsjónar- og tímaskráningarlausnir hafa sannað sig alþjóðlega á síðustu misserum. Yfir 6.000 fyrirtæki í meira en 100 löndum nota nú TEMPO hugbúnaðinn. Hjá Tempo starfa um 45 manns. http://www.tempoplugin.com/

Fyrirspurn