Mannauður

Hjá Nýherja starfa um 270 manns en um 470 hjá Nýherjasamstæðunni. Starfsfólk Nýherja og dótturfélaga skipa höfuðsess í velgengni fyrirtækjanna en starfsmannastefnan er grundvölluð á þeirri meginstefnu að starfsmenn njóti ánægju og velferðar í störfum sínum.

Hæfasta starfsfólkið sem völ er á

Nýherji leggur ríka áherslu á að ráða einungis hæfasta starfsfólk sem völ er á. Mikil samkeppni ríkir um starfsfólk á þeim vettvangi sem Nýherji starfar á og því er mikilvægt að fagleg sjónarmið og kerfisbundin vinnubrögð séu ávallt höfð í fyrirrúmi við ráðningar.

Sérstaða með þekkingu starfsfólks

Nýherji kappkostar að hjá fyrirtækinu starfi ætíð hæft og vel þjálfað starfsfólk og ver félagið miklum fjármunum til uppbyggingar á þekkingu og færni starfsmanna. Þekking starfsmanna og færni ræður miklu um stöðu Nýherja gagnvart viðskiptavinum, birgjum og öðrum samstarfsaðilum og hefur fyrirtækið lagt áherslu á að skapa sér sérstöðu með þekkingu starfsmanna.

Nýherji hefur mjög sterka stöðu hjá öllum lykilbirgjum og nýtur trausts hérlendis sem erlendis á grundvelli yfirburða þekkingar hjá starfsfólki félagsins.

Öflugt félagsstarf

STAFN er sameiginlegt starfsmannafélag Nýherjasamstæðunnar, en að auki eru starfræk minni starfsmannafélögu í hverju fyrirtæki eins og STARNÝ fyrir Nýherja.

Auk þess starfa starfsmannaklúbbar innan allra dótturfélaga samstæðunnar og má þar nefna ljósmyndaklúbb, golfklúbb, fótboltaklúbb og badmintonklúbb.

Gildin okkar:  Samsterk, Þjónustuframsýn og Fagdjörf.

Lausnir frá NýherjaGildi Nýherja - samsterk, þjónustuframsýn, fagdjörf

Snjallari lausnir og betri þjónusta

Fyrirspurn