FOCALForms.net er eyðublaðasmiður er gerir notendum kleift að búa til rafræn eyðublöð og gátlista án forritunar. Í umsjónarhluta kerfisins geta starfsmenn búið til eyðublöð, breytt þeim, útgáfustýrt og gefið út á sinni heimasíðu eða innri vef eða breytt PDF eyðublöðum yfir í rafræn eyðublöð.

Þegar útfyllt eyðublöð byrja að streyma inn er hægt að fylgjast með þeim í sjónarhornum kerfisins, en jafnframt er hægt að skoða þau sem pdf myndir af umsókninni. Auðvelt er síðan að senda upplýsingar úr eyðublöðunum yfir í önnur kerfi með vefþjónustum og XML. Auðkenning með island.is og rafrænum skilríkjum. Kerfið hentar því vel í rafrænni stjórnsýslu og málsmeðferð og þar sem fylla á út gátlista í úttektum eða einhvers konar eftirliti. Hægt er að nota spjaldtölvur eða síma til skráningar og lítið mál er að taka saman tölfræðilegar upplýsingar úr skráningum.


HVER SEM ER GETUR BÚIÐ TIL EYÐUBLÖÐ

Búðu til rafræn eyðublöð og gátlista án forritunar í Chrome eða Firefox


SJÁLFVIRK ÚTGÁFUSTÝRING EYÐUBLAÐA

Útgáfustýring tryggir að rekjanleiki sé til staðar í gerð eyðublaða og gátlista


PDF EYÐUBLÖÐUM UMBREYTT YFIR Í RAFRÆN EYÐUBLÖÐ

Hægt er að umbreyta PDF eyðublöðum yfir í rafræn, gagnvirk eyðublöð. Gagnagrunnur verður sjálfkrafa til ásamt XML


SKRÁNINGAR Í GÁTLISTA OG EYÐUBLÖÐ Í HVAÐA TÆKI SEM ER

Skráðu eyðublaðið eða fylltu út gátlistann við eftirlit í símann eða spjaldtölvuna!


ÚTFYLLT EYÐUBLÖÐ GETA RÆST VINNUFERIL Í INNRA KERFI

Eyðublöð sem eru fyllt út á netinu geta sjálfkrafa ræst vinnuferil


AUÐKENNING MEÐ ISLAND.IS OG RAFRÆNUM SKILRÍKJUM

Eykur öryggi og gerir rafræna stjórnsýslu auðveldari


AUÐVELT AÐ VINNA TÖLFRÆÐI ÚR SKRÁNINGUM

Tölfræði og skýrslugerð gefur yfirsýn og hjálpar í umbótavinnu


Bronz:

FOCAL Forms í áskrift er skýjalausn, hönnuð fyrir vef og snjalltæki.
Innifalið í bronz áskrift er eftirfarandi:

 • Notendur: 2
 • Eyðublöð: 10
 • Skráningar: 100 á mánuði eða 2.400 á ári
 • Auðkenning: Rafræn skilríki og Íslykill
 • Sjónarhorn: 10
 • Geymslupláss: 1GB
 • SSL dulkóðun
 • Öryggisafritun af gögnum
 • Eldveggur og öryggisbúnaður
 • Uppfærslur á hugbúnaði
 • Notendaaðstoð við virkni kerfisins allt að 1 klst. á mán.
 • Hægt er að kaupa ráðgjöf og kennslu frá 2 klst

Valkostir um greiðslur

 • Ef greitt er mánaðarlega kostar áskrift frá 18.125 kr. á mánuð.
 • 20% afsláttur er veittur ef greitt er fyrir heilt ár.

Uppsetning

 • Uppsetningarkostnaður er innifalinn.

Verð eru án vsk.


Silfur:

FOCAL Forms í áskrift er skýjalausn, hönnuð fyrir vef og snjalltæki.

Innifalið í silfur áskrift er eftirfarandi:

 • Notendur: 5
 • Eyðublöð: 50
 • Skráningar: 500 á mánuði eða 6.000 á ári
 • Auðkenning: Rafræn skilríki og Íslykill
 • Sjónarhorn: 50
 • Geymslupláss: 5GB
 • SSL dulkóðun
 • Vefþjónustur: Já
 • Öryggisafritun af gögnum
 • Eldveggur og öryggisbúnaður
 • Uppfærslur á hugbúnaði
 • Notendaaðstoð við virkni kerfisins allt að 1 klst. á mán.
 • Hægt er að kaupa ráðgjöf og kennslu frá 2 klst

Valkostur um greiðslur

 • Ef greitt er mánaðarlega kostar áskrift frá 30.000 kr. á mánuð.
 • 20% afsláttur er veittur ef greitt er fyrir heilt ár. Uppsetning Uppsetningarkostnaður er innifalinn í áskrift.

Verð eru án vsk.


Gull:

FOCAL Forms í áskrift er skýjalausn, hönnuð fyrir vef og snjalltæki.

Innifalið í silfur áskrift er eftirfarandi:

 • Notendur: 20
 • Eyðublöð: 100
 • Skráningar: 5000 á mánuði eða 60.000 á ári
 • Auðkenning: Rafræn skilríki og Íslykill
 • Sjónarhorn: 100
 • Geymslupláss: 20GB
 • SSL dulkóðun
 • Vefþjónustur: Já
 • Öryggisafritun af gögnum
 • Eldveggur og öryggisbúnaður
 • Uppfærslur á hugbúnaði
 • Notendaaðstoð við virkni kerfisins allt að 1 klst. á mán.
 • Hægt er að kaupa ráðgjöf og kennslu frá 2 klst

Valkostur um greiðslur

 • Ef greitt er mánaðarlega kostar áskrift frá 43.750 kr. á mánuð.
 • 20% afsláttur er veittur ef greitt er fyrir heilt ár. Uppsetning Uppsetningarkostnaður er innifalinn í áskrift.

Verð eru án vsk.


Kaupa:

FOCALForms.net er boðinn sem hugbúnaður í áskrift (SaaS) en hafðu samband ef þú vilt ræða aðra möguleika.