CCQ (e. Cloud Compliance & Quality) er notendavæn gæðastjórnunarlausn í skýinu, sem fáanleg er í mánaðarlegri áskrift. Kerfið gerir notendum mögulegt að nálgast gögn hvar og hvenær sem er, óháð því hvort verið er að nota tölvu, spjaldtölvu eða síma. Í kerfinu er þekking og kunnátta mannauðsins geymd ásamt mikilvægum upplýsingum um uppbyggingu og rekstur fyrirtækisins.

GDPR reglugerðin

Fyrirtæki eiga nú ærið verkefni fyrir höndum að laga sig að breyttum reglum um meðferð persónuupplýsinga og gagnavernd, en GDPR reglugerðin mun taka gildi frá 25. maí 2018. Mikilvægt er að fyrirtæki verði í stakk búin til að tryggja vernd þeirra gagna sem þau afla frá viðskiptavinum sínum og geti upplýst um alla vinnslu og meðferð persónuupplýsinga.

GDPR námskeið

Hver er ávinningurinn af CCQ?

  • GDPR innbyggt í kerfið
   Búið er að samþætta GDPR reglugerðina í heild sinni inn í CCQ kerfið og auðvelt er að vísa í tilteknar greinar eða ákvæði reglugerðarinnar sem fyrirtækið þarf að uppfylla.
  • Betri yfirsýn
   Í CCQ kerfinu er allt verklag um starfsemina skráð og gögn sett fram á skýran og skilmerkilegan hátt. Þetta einfaldar stjórnendum nálgun á mikilvægar upplýsingar og þeir fá betri yfirsýn yfir hversu vel fyrirtækið hlítir kröfum GDPR.
  • GAP greining
   CCQ kerfið býr yfir innbyggðri virkni sem greinir hvað vantar upp á til að uppfylla kröfur GDPR. Þetta getur verið mjög gagnlegt til að átta sig á hvaða skref þurfi að stíga til frekari undirbúnings.

CCQ samanstendur af sex einingum sem allar tengjast innbyrðis, og hægt er að nota eina eða fleiri einingar saman, allt eftir þörfum hvers fyrirtækis.

   • Gæðahandbók
    Allt sem snýr að rekstri og starfsemi fyrirtækisins er skráð í Gæðahandbók CCQ. Áhersla er lögð á rekjanleika skjala, en þau eru útgáfustýrð með innbyggðu samþykktarferli og einfalt er að setja inn tilvísanir í gæðastaðla og reglugerðir sem uppfylla þarf.

   • Ábendingar
    Heldur utan um allar ábendingar og kvartanir sem berast frá viðskiptavinum og starfsmönnum. Allar ábendingar fara sjálfkrafa í ákveðið úrvinnsluferli.
   • Áhættustjórnun
    Hjálpar stjórnendum að bera kennsl á þær áhættur sem steðja að og leggja mat á alvarleika þeirra og afleiðingar. 
   • Úttektir
    Uppfyllir ýtrustu kröfur um framkvæmd úttekta, frávikaskráningu og úrvinnslu þeirra. Auðveldar starfsmönnum að ganga frá úttektum og frávikum.
   • Eignaskráning
    Tryggir rétta og ítarlega skráningu á tækjum og búnaði, stuðlar að varðveislu eigna og auknu eftirliti.
   • Hæfnistjórnun
    Notað til að kortleggja þjálfun, hæfni og þekkingu starfsmanna. Hægt að útfæra þjálfunaráætlanir og skipuleggja námskeið.
   • Lesborðið
    Lesborðið er inngangurinn í CCQ kerfið. Þar er öllum mikilvægustu upplýsingum kerfisins safnað saman og þær birtar í mismunandi töflum, í samræmi við þau gögn sem viðkomandi notandi vill sjá. 

Fá ráðgjöf