CCQ (e. Cloud Compliance & Quality) er ný skýjalausn sem stendur fyrir Gæðahandbók, Ábendingar, Úttektir og Áhættustjórnun. Lausnin hlítir kröfum og stöðlum (ISO, GDPR, GMP, FDA og fl.) og er með innbyggða aðferðafræði sem byggir á 20 ára reynslu í gæðastjórnun. 

CCQ er með innbyggða aðferðafræði og virkni sem einfaldar alla vinnu fyrir notendur og hentar vel bæði vottuðum og óvottuðum fyrirtækjum. Allar einingar eru tengdar saman en hægt er að nota eina eða fleiri einingar saman, allt eftir þörfum hvers fyrirtækis. 

Eiginleikar CCQ

Gæðahandbók
Allt sem snýr að rekstri og starfsemi fyrirtækisins er skráð í Gæðahandbók CCQ. Áhersla er lögð á rekjanleika skjala, en þau eru útgáfustýrð með innbyggðu samþykktarferli. Til að auðvelda fyrirtækjum að framfylgja GDPR reglugerðinni þá kemur hún innbyggð í Gæðahandbókina, og einfalt er að setja inn tilvísanir í gæðastaðla og aðrar reglugerðir sem uppfylla þarf.

Ábendingar
Ábendingar CCQ er hannað til að halda utan um allar ábendingar, fyrirspurnir, atvik og kvartanir sem berast frá viðskiptavinum og starfsmönnum. Allar skráðar ábendingar fara sjálfkrafa í ákveðið úrvinnsluferli þar sem úr þeim er leyst og fylgt eftir til loka. Ábendingar er hægt að tengja við útgefin gæðaskjöl og áhættumat, en það gerir notendum unnt að vísa í viðeigandi verkferla og aðgerðir við meðhöndlun GDPR.

Áhættustjórnun

Starfsemi fyrirtækja getur fylgt áhætta. Áhættustjórnun CCQ hjálpar stjórnendum að bera kennsl á þær áhættur sem steðja að og leggja mat á alvarleika þeirra og afleiðingar. Í framhaldi er svo hægt að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að draga úr áhættunni. Mögulegt er að tengja áhættumat við skjöl Gæðahandbókarinnar þegar það á við.

Úttektir

Úttektir CCQ uppfyllir ýtrustu kröfur um framkvæmd úttekta, frávikaskráningu og úrvinnslu þeirra. Lausnin auðveldar starfsmönnum að ganga frá úttektum og frávikum á skýran og skilvirkan hátt og gefur greinargóða mynd af matsferlinu.

Tækja- og eignaskráning

Miklir fjármunir felast oft í eignum fyrirtækja og kröfur um markvissa skráningu þeirra er sífellt að aukast. Eignaskráning CCQ tryggir rétta og ítarlega skráningu á tækjum og búnaði, stuðlar að varðveislu eigna og auknu eftirliti.

Hæfnistjórnun

Hæfnistjórnun CCQ er notað til að kortleggja þjálfun, hæfni og þekkingu starfsmanna. Til að hámarka afköst og ná settum markmiðum er hægt að útfæra þjálfunaráætlanir og skipuleggja námskeið til að auka kunnáttu starfsmanna.

Lesborðið

Lesborðið er inngangurinn í CCQ kerfið. Þar er öllum mikilvægustu upplýsingum kerfisins safnað saman og þær birtar í mismunandi töflum, í samræmi við þau gögn sem viðkomandi notandi vill sjá. Viðmót lesborðsins er því lagað að þörfum sérhvers notanda með tilliti til þess hvaða hlutverki hann gegnir innan fyrirtækisins. Lesborðið gefur notendum heildstæða samantekt á þeim gögnum sem er að finna í kerfinu og setur þau fram á myndrænan hátt. Þetta auðveldar stjórnendum að setja fram skýr stefnumið, en lesborðið gerir þeim kleift að fylgjast með þeim kostnaði sem fyrirtækið þarf að standa straum af vegna ábendinga og hversu vel fyrirtækið hlítir kröfum reglugerða eins og GDPR, svo fátt eitt sé nefnt.

 

Fá ráðgjöf

Við erum til þjónustu reiðubúin
S: 569 7700