Brotalamir í kóða og vankantar í hönnun vefsíðna er ein helsta ástæða fyrir því að viðskiptavinir klára ekki kaup á netinu. Fyrirtæki gera ráð fyrir því, að með nýjustu hönnun og viðmóti á vefsíðum sínum, að allt virki og notendur fái góða upplifun.

Ástæðan fyrir þessari ofurtrú er að erfitt er að afla nákvæmra upplýsinga og mælinga um allt það sem gerist á vefsíðum. Hversu oft hafa viðskiptavinir hætt við kaup í miðju söluferli án útskýringa hjá þér? Líklegast kom upp villa í ferlinu þar sem notandinn gat ekki haldið áfram. Án réttra gagna, mælinga og greininga er erfitt að vita ástæðuna.

Tealeaf lausnin getur endurgert og sýnt nákvæmlega hvar notandinn hætti við í söluferlinu. Þá er hægt að taka allan vafa af um hvort sé að kenna villu eða öðrum vanköntum í hönnun vefsíðunnar. Tealeaf gerir þannig fyrirtækjum kleift að sjá vefsíður sínar með augum notenda.

Það helsta sem gerir Tealeaf að einstöku markaðsverkfæri:

  • Endurspilun er möguleg á öllum aðgerðum notenda
  • Upplýsingar um brotalamir í kóða og hönnun vefsíðna
  • Niðurstöður og skýrslur sem nýtast til að hámarka sölumöguleika

Takmarkið er að færa notendum bestu mögulegu upplifun til að viðhalda og auka endurtekin viðskipti. Tealeaf lausnin hentar sérstaklega vel þeim fyrirtækjum sem selja vörur á vefsíðum.

Markaðssetning með markaðsgreind

Markaðssetning í tölvupósti er ein mikilvægasta leiðin og jafnframt sú auðveldasta til að koma skilaboðum beint til viðskiptavina. En hverjum á að senda hvað? Flest fyrirtæki senda öllum allt sem er ómarkvisst og veldur því að skilaboðin eru ekki opnuð eða viðskiptavinurinn jafnvel skráir sig af lista fyrirtækisins. Þar sem tölvupóstlistar eru oftast mjög stórir og innihalda breiðan hóp viðskiptavina er erfiðara að sérsníða skilaboð á hópinn.

Þetta er mögulegt með Silverpop skýjalausninni sem er alhliða tól fyrir stafræna markaðssetningu. Lausnin safnar upplýsingum um viðskiptavini frá hinum ýmsu miðlum og greinir hegðun þeirra til að hægt sé að framkvæma sérsniðin samskipti - í rauntíma.

Útkoman er einstök og það sem lausnin býður helst upp á er:

  • Markaðssetning og herferðir með tölvupóstum
  • Utanumhald og stýring á sölutækifærum
  • Möguleikar til að auka þátttöku í herferðum með áherslu á snjalltæki

Silverpop aðstoðar fyrirtæki að útbúa þýðingarmikla upplifun fyrir viðskiptavini þvert á tæki og miðla. Þetta er mögulegt með samkeyrslu á gögnum, greiningu og sjálfvirkari samskiptaleiðum. Yfir 5000 vörumerki um allan heim nýta Silverpop lausnina fyrir alhliða markaðssetningu á netinu.

Meira um IBM Silverpop

Fá ráðgjöf

Við erum til þjónustu reiðubúin
S: 569 7700