Innbrot í tölvukerfi hafa stóraukist síðustu árin og munu aukast ennfrekar í framtíðinni. Fyrirtæki og stofnanir hafa því sett forgang á öryggismálin og fjárfest í ýmsum búnaði og kerfum til þess að verjast ógnum eða uppfylla kröfur hinna ýmsu staðla.

Því miður er algengt að kerfin tengist ekki saman, eru í raun eins og einangraðar eyjur, með mikið magn af búnaði og upplýsingum en enga yfirsýn. Þetta þýðir að fyrirtæki eru að meðaltali 146 daga að komast að því hvort að einhver óprúttinn aðili hafi brotist inn í þeirra umhverfi. Án þess að vera með heildarsýn yfir kerfin, þá veikleika sem eru til staðar og öll þau atvik sem koma upp daglega er erfitt að vera viss um að umhverfið sé nógu öruggt.

QRadar SIEM öryggisgreind - fáðu virði úr gögnunum sem þú ert að geyma

Með skilvirkri stjórn, yfirsýn, samkeyrslu og greiningu í stjórnborði QRadar umhverfis er mögulegt að fylgjast með öllum atburðum í flóknum tölvukerfum fyrirtækja og það í rauntíma. Þetta gerir tölvudeildum kleift að bregðast fljótar við þegar frávik, ógnir eða innbrot í tölvukerfi uppgötvast. 

Helstu eiginleikar QRadar eru:

  • Einstök yfirsýn í einu og sama stjórnborðinu.
  • Mynstursgreining og fljótari uppgötvun á öryggisatvikum.
  • Forgangsröðun ógna og veikleika sem gerir úrvinnslu skilvirkari.
  • Skýrslumöguleikar fyrir öryggisstaðla (PCI, ISO 27001 o.fl.)
  • Virði fæst fljótlega á fyrstu dögum innleiðingar

Láttu okkur sjá um kerfið frá A-Ö

QRadar er í boði á mánaðarverði, þar sem Nýherji útvegar vélbúnað, hugbúnað og sér um innleiðingu, uppsetningu, stillingar og ráðgjöf við notkun kerfis hjá viðskiptavinum. Einnig bjóðum við upp á vöktunarþjónustu á stjórnborði Nýherja í samstarfi við IBM Managed Security Services. Þetta gefur möguleika á að hafa öryggissérfræðinga á vakt 24/7.

Forgangsröðun með veikleikaskönnun QRadar

Algengt er að fyrirtæki hafi ekki mannskap, tíma eða réttu tólin til að plástra öryggisholur enda er nánast ómögulegt að koma í veg fyrir alla veikleika. Með veikleikaskönnun á umhverfum má koma í veg fyrir að algengustu veikleikar og helstu innbrotsleiðir séu opnar fyrir tölvuþrjóta. Veikleikaskönnun með QRadar býður upp á ítarlegar niðurstöðuskýrslur yfir veikleika forgangsröðuðum eftir áhættumati. Þannig er hægt að uppfæra og útiloka þá veikleika sem gætu haft veruleg áhrif á umhverfi og þar með starfsemi fyrirtækisins.

Enn meira um IBM QRadar

Af hverju öryggislausnir Nýherja?

Fyrirtæki og stofnanir í dag þurfa að uppfylla ströng skilyrði fyrir vottanir og kröfur ýmissa staðla er varða öryggismál. Nýherji leggur áherslu á að vera leiðandi í öryggislausnum á meðal íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja.

Þess vegna hafa margir af okkar viðskiptavinum leitað til okkar varðandi sérfræðiaðstoð við að setja saman sérlausnir sem henta þeirra þörfum og uppfylla helstu öryggiskröfur.

Fá ráðgjöf

Við erum til þjónustu reiðubúin
S: 569 7700