Tölvuumhverfi fyrirtækja þarf að vera öruggt, sveigjanlegt og áreiðanlegt. Við viljum nálgast gögn og kerfi hvenær sem er og hvar sem er og gott aðgengi að upplýsingum eru sjálfsagður hluti daglegrar tilveru. Vöxtur tölvuskýja er mikill og fyrirtæki nýta sér kosti þeirra til að lækka rekstrarkostnað, auka öryggi, frelsi og hámarka upptíma kerfa og búnaðar.  

Sérfræðingar í skýjungum

Tölvuský Nýherja veitir viðskiptavinum aðgang að netþjónum í öruggu og sveigjanlegu umhverfi. Með sjálfsafgreiðslu og sjálfvirkni aukum við viðbragðsflýti um leið og kostnaði er haldið í lágmarki.

Auðveldari aðgangur með Office 365

Með Office 365 færðu samskipta og samvinnu tólin sem þú þekkir í gegnum skýið án þess að reka þína eigin netþjóna. Allir geta unnið auðveldlega með aðgang að pósti, gögnum og samskiptatólum hvar sem er.