Nýherji hf. er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og móðurfélag Nýherja samstæðunnar. Markmið starfsfólks Nýherja er að veita framúrskarandi þjónustu og sérfræðiþekkingu og aðstoða viðskiptavini við að ná enn betri árangri í sínum rekstri.

Applicon

Applicon er norrænt ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki á sviði viðskiptahugbúnaðar sem leggur áherslu á valdar atvinnugreinar sem byggja á lausnum frá SAP, Calypso og Advent, ásamt eigin hugbúnaði. Applicon félögin eru tvö að tölu; Applicon á Íslandi og Applicon í Svíþjóð.

TM Software

Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software sérhæfir sig í framleiðslu á eigin hugbúnaðarvörum og veitir þjónustu og ráðgjöf á sérhæfðum hugbúnaðarlausnium fyrir viðskiptavini. Má nefna þróun lausna fyrir heilbrigðisþjónustu, flug- og ferðamannaþjónustu, rafræn viðskipti og þjónustuvefi 

Tempo

Tempo er leiðandi fyrirtæki í hugbúnaðargerð á sviði verkefna- og eignasafnsstjórnunarlausna og viðbótum fyrir JIRA kerfið frá Atlassian. Tímaskráningarlausnin Tempo Timesheets og áætlanagerðalausnin Tempo Planner eru nú aðgengilegar bæði til niðurhals og í formi skýjalausnar. 

Nýherja samstæðan á 74 sekúndum