Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 532 mkr

27.01.2012

Helstu niðurstöður fyrir árið 2011

  • Heildartekjur voru 15.480 mkr og jukust um 1.219 mkr, eða 7,9% frá árinu 2010.
  • EBITDA var 532 mkr, en nam 518 mkr á árinu 2010.
  • Heildartap ársins er 72 mkr, en 124 mkr er vegna virðisrýrnunar á viðskiptavild dótturfélags.
  • Eigið fé í árslok var 2.187 mkr og eiginfjárhlutfall 26%.
  • Góð sala á eigin hugbúnaði og stór verkefni erlendis.
  • 21% aukning í vörusölu.

Þórður Sverrisson forstjóri Nýherja:

"Allar deildir og dótturfélög Nýherja hf. skila jákvæðri afkomu að einu frátöldu, en þrátt fyrir það er tap á rekstri félagsins. Tap varð af rekstri Applicon A/S í Danmörku á árinu, vegna seinkana við uppsetningu á umfangsmiklu upplýsingakerfi fyrir tólf sjúkrahús á Sjálandi og því var ákveðið að gjaldfæra hluta af viðskiptavild félagsins. Applicon í Svíþjóð skilaði ágætri afkomu og vinnur nú að innleiðingu á stórri bankalausn fyrir Landshypotek bankann sem verður afhent í lok árs 2012.

Á árinu voru átta Nýherjafyrirtæki innanlands sameinuð í þrjú, þ.e. Nýherja hf., Applicon ehf. og TM Software ehf. Starfsemi félagsins á höfuðborgarsvæðinu er nú nánast öll til húsa á tveimur stöðum í stað fjögurra. Með þessu næst fram umtalsvert hagræði í starfsemi fyrirtækjanna hérlendis. Horfur eru á batnandi rekstri erlendis og því væntingar um betri arðsemi samstæðunnar á þessu ári en árið 2011."

Fréttatilkynning og ársreikningur í heild sinni.