Samtök íslenskra gagnavera stofnuð innan SI

15.03.2012

Samtök íslenskra gagnavera (DCI) hafa verið formlega stofnuð innan Samtaka iðnaðarins (SI).

Markmið samtakanna er að standa vörð um hagsmuni gagnavera á Íslandi.

Mikil vaxtatækifæri felast innan greinarinnar verði henni tryggð samkeppnishæf starfsskilyrði.


DCI munu því vinna að því að gagnaveraiðnaður fái tækifæri til að vaxa og dafna hérlendis.

Stjórnina skipa, Kolbeinn Einarsson, stjórnarformaður, og meðstjórnendur eru Isaac Kato hjá Vern Holdings ehf. og Ágúst Einarsson hjá Nýherja.