Stjórnendur

Finnur Oddsson
Finnur Oddsson

Finnur Oddsson forstjóri Nýherja hf. Hann tók við starfi aðstoðarforstjóra Nýherja í nóvember 2012 og við starfi forstjóra ágúst 2013.

Finnur starfaði um fimm ára skeið sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hann er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands, M.A. og Ph.D gráðu í sömu grein frá West Virginia University í Bandaríkjunum og auk þess AMP í viðskiptafræði frá IESE á Spáni.

Finnur starfaði um árabil sem lektor við Háskólann í Reykjavík og stýrði þar meðal annars uppbyggingu á MBA námi HR og Stjórnendaskóla HR. Hann hefur setið í háskólaráði HR frá árinu 2009, sem formaður til 2014. Finnur situr jafnframt í framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs Íslands.

Dröfn Guðmundsdóttir
Dröfn Guðmundsdóttir

Dröfn Guðmundsdóttir er mannauðsstjóri Nýherja, en hún hóf störf hjá félaginu í febrúar 2013.

Dröfn hefur mikla reynslu á vettvangi mannauðsmála. Hún starfaði sem fræðslustjóri hjá Leikskólum Reykjavíkur og síðan sem mannauðsráðgjafi á Menntasviði Reykjavíkurborgar eftir sameiningu leik- og grunnskólamála frá 2003-2007, sem mannauðsráðgjafi hjá Straumi fjárfestingabanka frá 2007-2009, fræðslustjóri Arion banka frá 2009-2011 og starfað sem mannauðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu 2012-2013.

Hún lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og framhaldsnámi í sálfræði með áherslu á vinnu- og skipulagssálfræði frá Háskólanum í Giessen í Þýskalandi.

Linda Björk Waage
Linda Björk Waage

Linda Björk Waage er framkvæmdastjóri Rekstrarþjónustu og innviða. Linda hefur starfað hjá Nýherja frá árinu 2011 og hefur hún sinnt ýmsum lykilstörfum, nú síðast sem forstöðumaður þjónustuborðs og UT rekstrar. Linda lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009 og BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1997.

Emil G. Einarsson
Emil G. Einarsson

Emil Einarsson er framkvæmdastjóri Notendalausna. Hann starfaði frá 1985 til 1992 sem kerfisfræðingur, m.a. við innleiðingu og hönnun nýrrar gjaldkeralausnar fyrir banka/sparisjóði á Íslandi og síðan sem söluráðgjafi hjá IBM á Íslandi fyrir miðlungs- og stærri móðurtölvur.

Við stofnun Nýherja árið 1992 var Emil söluráðgjafi og hópstjóri til 1995 en frá þeim tíma var hann framkvæmdastjóri við sölu á IBM tölvubúnaði eða fram til febrúar 2005. Hann var framkvæmdastjóri Sölusviðs frá 2005-2011, framkvæmdastjóri Vörusviðs 2011-2014 og framkvæmdastjóri Viðskipta- og þjónustustjórnunar til ársins 2017.

Emil lauk viðskiptafræðiprófi af þjóðhagskjarna (Cand Oecon) árið 1982 og MBA prófi frá George Washington University 1984.

Gunnar Már Petersen
Gunnar Már Petersen

Gunnar Petersen er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Nýherja hf. Gunnar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, M.s.c í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og löggiltur verðbréfamiðlari.

Hann var fjármálastjóri Iceland Express hf. 2011-2012 og fjármálastjóri Landic Property hf. frá 2006 til 2010. Áður hafði Gunnar starfað sem viðskiptastjóri og sérfræðingur hjá HSH Nordbank í Kaupmannahöfn, Verðbréfastofunni hf. og Sparisjóðabanka Íslands hf.

 

 

Gunnar Zoëga
Gunnar Zoëga

Gunnar Zoëga er framkvæmdastjóri Viðskiptaframtíðar.

Gunnar hóf störf hjá TM Software árið 2003 og hefur síðan gegnt ýmsum störfum þar, hjá Skyggni og síðan hjá Nýherja, sem deildarstjóri Umsjár, framkvæmdastjóri Tæknisviðs og framkvæmdastjóri Lausna og þjónustu. 

Gunnar lauk BS í viðskipta- og tölvunarfræði frá University of South Carolina og kerfisfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Stjórnendur dótturfélaga

Ágúst Einarsson
Ágúst Einarsson

Ágúst Einarsson er framkvæmdastjóri TEMPO. Hann var framkvæmdastjóri TM Software frá 2007-2015. Hann var áður framkvæmdastjóri TrackWell Software, framkvæmdastjóri SAP og IBM deildar Nýherja.

Ágúst er með MS-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Álaborg og BS-gráðu í vélaverkfræði frá sama háskóla

Hákon Sigurhannsson
Hákon Sigurhannsson

Hákon Sigurhansson er framkvæmdastjóri TM Software og hugbúnaðarlausna Nýherja. Hann hefur starfað fyrir TM Software frá byrjun árs 2008, fyrst sem framkvæmdastjóri EMR heilbrigðislausna og síðar sem forstöðumaður Heilbrigðislausnasviðs TM Software. Áður starfaði Hákon meðal annars sem sjálfstæður ráðgjafi, stýrði sölu- og vörustjórnunarsviði og síðar þróunarsviði Trackwell Software og var yfirmaður upplýsingatæknimála dómsmálaráðuneytisins.

Hann er með MBA-próf frá ESCP viðskiptaháskólanum í París og MSc-gráðu í rafeindaverkfræði frá Háskólanum í Álaborg.

Ingimar G. Bjarnason
Ingimar G. Bjarnason

Ingimar G. Bjarnason hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Applicon á Íslandi frá nóvember 2008. Ingimar hóf störf á hugbúnaðarsviði Nýherja hf. í febrúarmánuði 1998 og starfaði þar og síðan hjá Applicon ehf. fram til ágústmánaðar 2006. Þá tók Ingimar við sem framkvæmdastjóri Applicon Solutions Ltd. í Bretlandi.

Ingimar lauk prófi í véla- og iðnverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og síðan MBA prófi frá IESE Viðskipta-háskólanum í Barcelóna 2003.

Tomas Wikström
Tomas Wikström

Tomas Wikström er framkvæmdastjóri Applicon í Svíþjóð frá 2012. Hann gekk til liðs við félagið árið 2000. Hann hefur gengt ýmsum störfum hjá félaginu á liðnum árum, þar á meðal sem fjármálastjóri þess. Þá hefur hann reynslu sem forritari og starfað við verkefnastýringu í fjármálageiranum.

Tomas er með  M.Sc-gráðu í eðlisverkfræði frá háskólanum í Uppsölum.