Nýherji er samstæða fyrirtækja í upplýsingatækni. Nýherji er þjónustufyrirtæki og hlutverk fyrirtækisins felst í að aðstoða viðskiptavini við að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu.

Magnaðar staðreyndir um okkur.

Nýherji er móðurfélag samstæðunnar. Dótturfélög Nýherja eru TM Software, Tempo og Applicon. Hlutabréf Nýherja hf. eru skráð í NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöll Íslands) undir auðkenninu NYHR.

Starfsfólk Nýherja og dótturfélaga skipar höfuðsess í velgengni fyrirtækjanna en mannauðsstefnan er grundvölluð á þeirri meginstefnu að starfsmenn njóti ánægju og velferðar í störfum sínum.

Þekking og frumkvæði 

Hjá samstæðunni starfar fjölbreyttur hópur af flottu og vel menntuðu fólki, sem sýnir frumkvæði í starfi, veitir góða þjónustu og tekur virkan þátt í framþróun samstæðunnar í síbreytilegu umhverfi.

Hreyfing og vistvænar samgöngur

Mikil vakning hefur átt sér stað hjá starfsmönnum samstæðunnar þegar kemur að vistvænum samgöngum. Á árinu 2016 voru samtals 143 starfsmenn með virka samgöngusamninga sem er um 30% allra starfsmanna samstæðunnar á Íslandi. Starfsmönnum sem stunda vistvænar samgöngur hefur því fjölgað um 60% milli ára en um 90 starfsmenn höfðu skuldbundið sig til vistvænna samgangna á árinu á undan.

Endalaust klúbbastarf

Hjá samstæðunni starfar skemmtilegur hópur fólks sem tekur virkan þátt í því öfluga framboði af viðburðum sem boðið er upp á. Bæði eru starfsmannafélögin og klúbbarnir innan samstæðunnar mjög virkir auk þess sem fyrirtækið stendur reglulega fyrir viðburðum.

Meðal starfsmannaviðburða á árinu má nefna vel heppnaða árshátíð, vorferðir, golfmót, fjölskyldudag, haustfagnað og jólahlaðborð. Einnig var börnum starfsmanna boðið með í vinnuna þegar jólafrí hófst í grunnskólum landsins við frábærar undirtektir barna og foreldra.

Grænu skrefin

Nýherji er eitt af þeim fyrirtækjum á Íslandi sem hefur undirritað yfirlýsingu um loftlagsmál og þannig skuldbundið sig til að vinna að aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Nýherji er auk þess með virka stefnu um samfélagslega ábyrgð og umhverfisstefnu, þar sem græn markmið fyrirtækisins eru nánar útfærð.

Á árinu voru tekin stór skref hjá fyrirtækinu í útrýmingu einnota umbúða sem voru í tíðri notkun. Notkun á einnota umbúðum fór úr 140.000 umbúðum á ári niður í 12.000 umbúðir á árinu 2016.