Sturlað viðmót og Hollywood stælar

18.05.2017

Stórkostlegt notendaviðmót eru orð við hæfi þegar við tölum um notendaviðmótið í Canon EOS 800D og Canon EOS 77D. Stór orð sem ég tel að þú takir undir þegar þú prófar umræddar myndavélar.

Báðar myndavélarnar eru búnar leiðandi tækni, m.a. 24.2 megapixla APS-C CMOS myndflögu og nýjasta örgjörvanum frá Canon, DIGIC 7. EOS 77D er t.d. búin glugga ofan á vélinni og skrunhjóli að baki sem finna má í dýrari myndavélum en báðir þessi eiginleikar gera hann enn notendavænni í afkastamikilli ljósmyndun. Enda er EOS 77D tilvalin myndavél fyrir EOS notendur sem vilja uppfæra. Á meðan er EOS 800D frábær leið til byrja að taka þátt í EOS ævintýrinu.

Byrjum á að kíkja á smá kynningarmyndband um EOS 77D til að koma okkur í gírinn...

Af hverju er notendaviðmótið stórkostlegt?

Jú, notendaviðmótið sýnir þér hvernig stillingar myndavélinnar virka og hvaða áhrif þær hafa þegar þú ert að taka ljósmynd, t.d. að stórt ljósop veitir þér blörraðan bakgrunn, að meiri hraði hjálpar þér að frysta viðfangsefnið o.s.frv. (sjá myndir að neðan). Þannig munu þessir eiginleikar hjálpa notandanum að auka þekkingu á ljósmyndun og færni til að taka enn betri ljósmyndir. Þetta er nýtt og ég veit ekki um myndavél á markaðnum sem býður upp á jafn öflugt notendaviðmót fyrir byrjendur í ljósmyndun.

EOS 800D viðmót_1EOS 800D viðmótEOS 800D viðmót_2

 EOS 800D viðmót_3EOS 800D viðmót_4

Gæði og hraði

EOS 800D og EOS 77D eru búnar sömu myndflögutækni eins og er í hinni mögnuðu EOS 80D og nýjasta örgjörvanum frá Canon, DIGIC 7, eins og áður greinir. Þannig fanga báðar myndavélar viðfangsefni í tilkomumiklum myndgæðum með miklum smáatriðum. EOS 800D og EOS 77D eru með hraðvirkasta sjálfvirka fókusnum í Live View stillingu, aðeins 0.03 sek. Þá taka þær sex ramma á sek. sem hjálpa þér að fanga hröð viðfangsefni á hreyfingu.

Taktu hágæða myndir við léleg birtuskilyrði

Fyrir myndatöku við léleg birtuskilyrði þá gera EOS 800D og EOS 77D þér kleift að taka myndir upp í ISO 25,600 sem er útvíkkanlegt í 51,200. Þegar kemur að ákveðnum skotum þá skipta smáatriði öllu máli en 45 punkta cross-teype sjálfvirkt fókuskerfi tryggir að báðar vélarnar fókusa hratt, líka þegar þú ert að taka myndir af viðfangsefni á hreyfingu. EOS 800D og EOS 77D eru svo búnar 7560-pixel RGT+IR ljósmælingu sem greinir hin minnstu smáatriði, t.d. húðlit og veitir nákvæma lýsingu.

Vídeó í anda Hollywood

Þú getur fangað óviðjafnanleg smátriði og mjúka hreyfingu í vídeó eins og í ljósmyndun. Þannig fanga EOS 800D og EOS 77D viðfangsefni í Full HD 60p og eru með HDR Movie Shooting. Hvort sem þú ert að taka upp vídeó af íþróttum eða í mikilli sól þá eltir Dual Pixel CMOS AF viðfangsefnið þegar það hreyfist og fókusar á mjúklegan og faglegan hátt sem skilar útkomu sem lítur út í anda Hollywood. Hvað vídeóupptöku varðar þá eru vélarnar búnar 5 öxla innbyggðri stafrænni hristivörn sem jafnar út hreyfingu vélarinnar þegar skotið er handhelt.

Skjóttu og deildu

NFC og Wi-Fi gera þér kleift að deila myndum og vídeó í samhæfð snjalltæki eða í Canon Connect Station áður en þú deilir með heiminum. Bluetooth heldur uppi stöðugri tengingu þannig að þú getur skoðað myndirnar án þess að taka myndavélina úr myndavélatöskunni.

Þú getur skoðað EOS 800D og EOS 77D í netverslun.is og svo er enn betra að kíkja í heimsókn til Canon söluaðila og fá að handfjatla vélarnar.

 

Halldór Jón Garðarsson

Halldór Jón Garðarsson

Vörustjóri Canon neytendabúnaðar.
Giftur þriggja barna faðir og Hafnfirðingur.
Áhugamál: Canon, Haukar & Manchester United = Hin rauða heilaga þrenning.
Hjólreiðar, skíði & fjör með fjölskyldu og vinum.