Geimverur, kaffi og reiðhjól

02.06.2017

Myndröð Aðalsteins Atla Guðmundssonar var valin sú besta í Ljósmyndamaraþoni Canon 2017 sem Nýherji stóð fyrir sl. laugardag. Myndröðina tók Aðalsteinn á Canon EOS 550D. Hlýtur Aðalsteinn gjafabréf hjá Wow Air í verðlaun.

Þetta er fjórða árið í röð sem Canon og Nýherji standa fyrir sambærilegu ljósmyndamaraþoni í Reykjavík og þurftu þátttakendur að leysa þrjú verkefni sem að þessu sinni voru kaffi, reiðhjól og geimverur. Þátttakan var mjög góð sem er mikið gleðiefni.

Besta myndröðin eftir Aðalstein Atla Guðmundsson

 

Ljósmyndamaraþon2017-myndröð

Canon ljósmyndamaraþon 2017

Canon ljósmyndamaraþon 2017

Í flokknum Kaffi var mynd Gunnjóns Gestssonar valin sú besta en myndin var tekin á Canon EOS 600D. Hlýtur Gunnjón Canon PowerShot G9 X Mark II í verðlaun.

Canon ljósmyndamaraþon 2017

Í flokknum Reiðhjól var mynd Guðmundar E. Finnssonar valin sú besta en myndin var tekin á Moto Z Play. Hlýtur Guðmundur Canon PowerShot G9 X Mark II í verðlaun.

Canon ljósmyndamaraþon 2017

Í flokknum Geimverur var mynd Stefáns Pálssonar valin sú besta en myndin var tekin á Canon EOS-1D X. Hlýtur Stefán Bose QC 35 heyrnartól í verðlaun.

Canon ljósmyndamaraþon 2017

Dómnefnd skipuðu Aldís Pálsdóttir, ljósmyndari og deildarstjóri ljósmyndadeildar Birtíngs útgáfufélags, og Árni Sæberg, ljósmyndari á Morgunblaðinu, ásamt undirrituðum.

Við hjá Nýherja þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna og miðað við viðbrögðin og stemninguna sl. laugardag sjáumst við að ári í Canon ljósmyndamaraþoni!

Mynd efst frá verðlaunaafhendingu í Nýherja í dag: Frá vinstri; Guðmundur E. Finnsson, Gunnjón Gestsson, Aðalsteinn Atli Guðmundsson og Stefán Pálsson.

Ljósm. Óskar Páll Elfarsson, ljósmyndari og söluráðgjafi í Verslun Nýherja.

Halldór Jón Garðarsson

Halldór Jón Garðarsson

Vörustjóri Canon neytendabúnaðar.
Giftur þriggja barna faðir og Hafnfirðingur.
Áhugamál: Canon, Haukar & Manchester United = Hin rauða heilaga þrenning.
Hjólreiðar, skíði & fjör með fjölskyldu og vinum.