Fréttir

 

Þumallinn upp hjá Toshiba Global

12.09.2017

Alþjóðlega tæknifyrirtækið Toshiba Global Commerce Solutions hefur veitt Nýherja viðurkenningu fyrir frábæran árangur í sölu og innleiðingu afgreiðslulausna á íslenskum smásölumarkaði.

 

Kynna Tempo fyrir fjárfestum erlendis

22.08.2017

Stjórnendur Nýherja hafa kynnt erlendum fjárfestum rekstur dótturfélagsins Tempo. Ekki hefur þó verið ákveðið hvort félagið verður sett í formlegt söluferli, að sögn Fréttablaðsins.

 

237 mkr heildarhagnaður á fyrri árshelmingi

18.08.2017

Hagnaðar Nýherjasamstæðunnar á öðrum ársfjórðungi og fyrri árshelmingi í heild var góður, 237mkr samanborið við 111 mkr í fyrra. Engu að síður eru all nokkrar ögranir í rekstri samstæðunnar, en áframhaldandi launaskrið og miklar sveiflur á gengi íslensku krónunnar hafa almennt neikvæð áhrif á rekstur og draga úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, bæði til skemmri og lengri tíma.

 

Fjárfestakynning Nýherja hf. 21. ágúst

14.08.2017

Nýherji hf. heldur kynningarfund fyrir hluthafa og fjárfesta vegna 2. ársfjórðungs félagsins mánudaginn 21. ágúst næstkomandi. Á fundinum mun Finnur Oddsson forstjóri kynna afkomu félagsins og svara fyrirspurnum. Kynningin fer fram í ráðstefnusal Nýherja á 1. hæð, að Borgartúni 37 og hefst klukkan 08:30.

 

Afgreiðslutími um verslunarmannahelgina

04.08.2017

Verslanir Nýherja verða lokaðar frá laugardeginum 5. ágúst til og með 7. ágúst.

 

Flytja 22 terabæti af myndefni

19.06.2017

„Við vildum einfaldlega tryggja öryggi gagna viðskiptavina okkar. Af þeim sökum ákváðum við að flytja 22 terabæti af myndböndum og myndefni í hýsingu hjá Nýherja,"segir Ásthildur Gunnarsdóttir, framleiðslustjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Silent.