Canon Áskorunin: Samstarf GSÍ og Nýherja

24.05.2011

Nýherji, undir merkjum Canon, er einn af samstarfsaðilum Golfsambands Íslands fyrir Íslandsmótið í golfi 2011. Canon Áskorunin er nýtt mót á vegum GSÍ í samstarfi við Nýherja þar sem valdar verða áhugaverðar og krefjandi golfholur á þeim völlum sem keppt verður á nú í sumar.

Sigurvegari í Canon Áskoruninni fær sömu verðlaun og eru fyrir 1. sæti á Íslandsmótinu (Eimskipsmótaröðinni) og er keppt bæði í flokki karla og kvenna. Auk þess verður sigurvegari leystur út með búnaði frá Canon.

Allar Canon Áskorunar holurnar verða sérstaklega merktar á teigum og við flatir. Stigalisti Canon Áskorunarinnar verður birtur á golf.is auk þess sem þar verður að finna kynningu á þeim holum sem eru á Canon Áskoruninni.

Þess má geta að vefur Golfsambandsins (golf.is) er unnin í Webmaster, vefumsjónarkerfi frá TM Software, dótturfélagi Nýherja.

Myndir frá Canon móti GSÍ í fyrra.