Jóna Guðrún vann videokeppni Canon

04.07.2011

Stuttmyndin Jóna Guðrún eftir Valdísi Marselíu Þórðardóttur sigraði í Vídeósamkeppni Canon, Nýherja og Monitors á mbl.is sem lauk fyrir stuttu. Alls bárust 90 myndskeið í keppnina.

„Common Problems in NoMA - The Printer" eftir Sigurgeir Arinbjarnarson hafnaði í öðru sæti og „Benni BMX" eftir Jóhannes Gauta Óttarsson í því þriðja. Að sögn Valdísar var myndbandið „Jóna Guðrún", sem fjallar um einelti, skólaverkefni og var hún hvött til að senda það í keppnina.

MYND: Verðlaunahafar í vídeósamkeppni Canon og Monitors: Jóhannes Gauti Óttarsson, Valdís Marselía Þórðardóttir og Sigurgeir Arinbjarnarson.

Sjá nánar á mbl.is.